Hver ákveður yfir líkama þínum?

Umræðan síðustu daga hefur fjallað um pólitík, trúarbrögð, kúltúr (nota ekki orðið "menningu" hér þar sem orðið er í mínum huga of jákvætt) og að gangast við og viðurkenna að ofbeldi á ungum sveinbörnum verði gert laglegt.  

Umskurn sveinbarna hefur orðið að einskonar manndómsvígslu víða um heim.  Oftast er um að ræða trúarlega athöfn t d hjá Gyðingum og Múslimum. Grunnur umskurnarinnar hefur sama upphaf og allar reglur um t d mat og mægðir. 

Í trúarheimi gyðingdóms og íslam hafa reglur frá fornu fari verið settar til að verjast gegn því að fólk neyti matar sem er úldinn eða skemmdur vegna þess hita sem ríkir oft í upprunalöndum þessara trúarbragða (miðausturlanda).  Því hafa hugtökin um "kosher-mat" og "halal-mat" komið fram.  Eitt og annað er séð sem ekki-kosher eða "haram" í stað "halal".

Það er létt að skilja að þessar reglur um mat hafi komið upp í miðausturlöndum - að við megum ekki borða svínakjöt, skeldýr og kjöt af hræætum svo eitthvað sé nefnt.  Um umskurn er einnig létt að skílja hví hún var inleidd í kúltúr þessara landa.  Maður gat ekki eytt dýrmætu vatni til að þvo sér. Því voru drengir umskornir. 

Allt á sér skiljanlegar skýringar og þessar reglur hafa fundið sinn veg inn í trúarbrögðin. Því enginn segir að Guð hafi rangt fyrir sér.  

En í dag búum við við rennandi vatn og stanslaus böð. Ísskápar eru til á öllum heimilum og vinnustöðum og hætta á að vera óhreinn eða borða skemmdan mat er ekki að dreifa.  

Því segi ég NEI til umskurðar sveinbarna. Þetta er tilgangslaust, hættulegt og viðurstyggilegt ofbeldi gegn rétti einstaklingsins yfir eigin líkama. 


mbl.is Berst gegn umskurði sonar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um umskurð á drengjum

Ég bjóst líka við að kirkjan myndi standa með börnunum.  Hvað réttlætir að drengir séu umskornir?   Í mínu starfi sem prestur í Svíþjóð mæti ég oft foreldrum sem segja að þeir vilji ekki að börnin þeirra skírist - því að þau virði rétt barna sinna að taka ákvörðum um slíkt síðan þegar þau hafa þroska og vit til að taka þannig ákvörðun.  Ég sem prestur virði þessa skoðun og ákvörðun foreldra.  

Síðan gerist það oft að börnin séu með í sunnuskólastarfinu og yngri deildum kirkjustarfsins - og þegar þau hafa aldur til - vilja þau oft fermast.  Þá ákveða þau að skírast og síðan þegar að því kemur - að fermast.  

Einstaklingarnir þannig fá að velja sjálfir.  Síðan eru alltaf meirihluti foreldra sem velur að skíra börnin sín þegar þau eru i reifum.  Sá sem síðar velur að ekki fylgja kristinni trú - velur það.  Það er mál hvers og eins.  Enginn skaði hefur verið unninn á barninu. 

Þau trúarbrögð sem iðka umskurn a kynfærum drengja - t d Gyðingatrú og Múslimatrú taka réttinn frá sínum börnum að velja.  Að gera valið um hvort ég vilji tilheyra þessari eða hinni trúnni - og hvort maður vilji almennt vera umskorinn.   

Ég tel að brýnt sé að standa að rétti barna. Ég styð EKKI umskurn af neinu tagi - þetta er að mínu mati ofyrirleitni og ofbeldi sem einstaklingurinn ber merki af alla æfi.  

 

Ég segi NEI og hafna umskurn. 


umskurn

 


mbl.is Vonaði að kirkjan stæði með börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband