Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Flettismettið farið að sækja í sig veðrið

Þetta er náttúrulega alveg klikkað! Netið sannarlega getur sett fólk úr jafnvægi. Frétti um konu sem hafði skrifað í "tilkynningadálkinn á facebook.com "Er döpur, líklega dey ég í dag". Nú það vantaði ekki viðbrögðin hjá öllum skráðum vinum og vandamönnum sem og fjölda annara. Hún þurfti nú að svara þessari athygli og varð bráðspræk fyrir vikið. Svona gekk þetta nokkrum sinnum. Þegar hún varð leið á hversdeginum skrifaði hún eitthvað í líkingu við ofansagt.  Svo fór viðbrögðum fólks að linna og loks enginn sem sýndi þessu "kalli" hennar neina athygli.  Svo einn dag varð hún svo fúl og leið yfir þessu og sárlega svekt út í fólk að taka ekki hótanir hennar alvarlega, að hún tók líf sitt.

Þetta er hryggileg frásögn ekki síður en sú sem frétt Mbl. segir frá. Netið getur verið hættulegt á marga vísu. Ein frétt frá Kanada sagði frá því að 24 ára stelpa hafði fitnað um 30 kg á hálfu ári bara af því að sitja við tölvuna sína og hreyfa sig ekki lengur (var í fjarnámi). Einn 31 árs maður fannst dáinn við tölvuna sína, en hann mun hafa legið með andlitið á lyklaborðinu í 3 vikur. Það var enginn af "netvinum" hans sem gerði viðvart, nei það var pósturinn.  Svona getur lífið verið skrýtið.

logout.... 


mbl.is Myrti fyrrum eiginkonu sína vegna stöðubreytingar á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Netnotkun eyðir atvinnumöguleikum þúsunda

Ég sat í dag í neðanjarðarlestinni hér í Stokkhólmi og las áhugaverða grein í frétta- og auglýsingablaðinu "Metro" sem dreifist ókeypis á strætó- og lestarstöðvum.  Í greininni er fjallað um hvað netsörfið kostar þjóðina, bæði í glötuðum vinnutíma, afköstum og síðan í því að fólk gengur samtímis um atvinnulaust.

Netsörfið á vinnutíma kostar atvinnuveitendur milljarða, segir í greininni. Fyrir um ári síðan sörfaði að meðaltali hver starfskraftur burt um það bil tveimur vinnutímum á viku. Í dag hefur þessi tala tvöfaldast. Tölvuumsjónarmenn í litlum og stórum fyrirtækjum á meginlandi Evrópu gefa upp að starfsfólk noti um það bil 48 mínútur á dag í einkanotkun á tölvunni og vinnutíma. Þetta styðja kannanir frá fyrirtækinu Websence.

Ef maður deilir þessum tíma niður á hinar 4,3 milljónir sem hafa störf í Svíþjóð, samsvarar þetta um 430 000 störfum. Allt sörfið kostar svo fyrirtækin stórar summur, því þeim reiknas til að fyrirtæki með 200 starfsmönnum glatar um það bil 10 milljónum SEK (12 millj. ISK) á sama tíma.

Er fólk alveg samviskulaust???  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband