Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Stoppið okrið!

Hér ytra (Svíþjóð / Danmörk) er það altalað að Íslendingar séu komnir með gullæði.  Nú séu ferðamenn rændir bokstaflega gegnum gengisbreytingar hingað og þangað, gegnum veruleikafirrta verðlagningu og það sé jafnvel svo að fólk fari ekki einusinni lengur í sund, því það sé svo dýrt! 

Gullæðið mun koma Íslendingum í koll.  Það bara er svo.  Er ekki meira virði að fólk muni eftir Íslandi fyrir fegurðina, vingjarnlegheit landsmanna. Kunnáttu landsmanna um land sitt og allt það góða sem við höfum upp á að bjóða - í stað þess að fólk tali um okkur sem græðgispakk?


mbl.is „Við verðum að stoppa þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar ertu Kemal Atatürk?

Það er skrýtið að sjá hvernig Tyrkland hefur þróast öruggum skrefum frá því að vera land á vegi lýðræðis og framsóknar í flestum málefnum til þess að draga sig tilbaka til fornra gilda íslams og brota á tjáningarfrelsi þjóðfélagsþegna Tyrklands. Þróunin undir stjórn Erdogans forseta landsins hefur sýnt merki afturhaldsstefnu og tilbrigða við íslamsvæðingu undir valdatíma hans.  Minnihlutahópar eru aftur komnir undir hælinn á stjórnvöldum, frjáls hugsun er ekki leyfð, stjórnarbylting er sviðsett til að skapa forsendur till kollveltingar á gildum landsföðursins Kemal Atatürk sem grundvallaði Tyrkland úr rústum Ottómanska ríkisins.  Aukin áhersla á múhameðstrú í stjórnkerfinu,salafistísk áhrif í skólum, dómskerfi, fjölmiðlum og fleiri stöðum eru virkilega orðið skelfileg.  Þjóðin er skipt í tvær fylkingar: Þá vestrænu sem býr í stórborgunum - þá sér í lagi Istanbúl (Konstantínópel) og svo hinir sem búa í eystri hluta landsins og í dreyfbýlinu.  

Þetta ber að skoða og ástandið í Tyrklandi ætti að hafa góðan gaum á!


mbl.is Áhlaup á dómstóla í Istanbul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupið virðulega og örugga tösku!

Eru skjöl og opinberir pappírar sendir milli húsa til undirritunar í pappakössum?  Nei, detta af mér allar dauðar lýs!  Er þetta satt?   Lágkúran er algjör.  Uss...  Kaupið endilega flottar töskur, látið þær kosta soldið þannig að þær haldi og merkið kyrfilega með skjaldarmerkinu og hvaða ráðuneyti þetta er sem stendur fyrir flutningi gagna. Rétt eins og önnur lönd gera. 

 

väska


mbl.is Pappakassi notaður fyrir skjöl ríkisráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélarvana og rekur...

Í erlendum fjölmiðlum er sagt að Ísland sé vélarvana og að það reki stjórnlaust! Sigmundur Davíð farinn og óljóst hvaða hlutverki hin svokallaði eftirmaður hanns hefur að gegna. Þetta er ófremdarástand og ljóst að Ísland býður álitshnekki í útlöndum.  

Getum við ekki gert eitthvað í þessu?   

Guð blessi Ísland!


mbl.is „Enginn skilur hvað er að gerast á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerilsneyddar kosningar. Subito!

Líklega er best að kjósa á nýtt og setja reglur um að þeir sem eiga erlenda bankareikninga eða standa i viðskiptum erlendis fyrir fjárupphæð hærri en miljón krónur ættu ekki að fá að bjóða sig fram.  Sama gildir um aðila sem eiga fiskikvóta, standa í eignahaldi á stórfyrirtæki eða hafa staðið í braski sl. 10 árin. 

Það verður að hreinsa stjórnmálin frá græðgishugsun, skammsýni stjórnmálamanna og fá smá meiri væntumþykju fyrir landi og þjóð inn í stjórnmálin og stjórn Íslands.   Ásýnd lands og þjóðar út á við er mikilvæg.  Rétt eins og staðan er núna - erum við aðhlátursefni heimsins. Litla Ísland með kúkinn í buxunum, eina ferðina enn. 

Hreinsum stjórnmálin, Alþingi og gefum fólkinu von og traust á lýðræðinu á ný.


mbl.is Mun ræða hvort flýta eigi kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og i það er hlegið að Íslendingum!

Skömmin sem Sigmundur Davíð forsætisráðherra breiðir sig um heiminn. Utanríkisþjónustan reynir að halda starfinu áfram og reynir þrátt fyrir að hlegið sé að þessum óforbetranlegu Íslendinum - að halda áfram þjónustu ríkissins erlendis.  Sjónvarpsþættir um efnahagsleiki og skattaflótta hins siðlausa forsætisráðherra Íslands eru nu í loftinu allan daginn. Umfjöllunin lútar að því að því að okkur "Íslendingum" sé ekki viðbjargandi.  Við séum óalandi og óferjandi í fjármálum og græðgi okkar sé takmarkalaus.  

Takk fyrir þessa fínu umfjöllun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 


mbl.is „Nóg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það.

Það er alltaf gaman að sjá og heyra hvaða breytingar eru gerðar á siðareglum og prótókoll í Vatíkaninu. Þegar þeir þarna syðra gera breytingar, sem er sjaldan og ekki að ónauðsynju - veit maður að þetta er þaulhugsað og öruggt. Fáir eða engir hafa eins áhrifamikla diplómasíu og heimsnet eins og Vatíkanið.  Svo núna þegar breytingar eru gerðar á siðareglum getur maður öruggt farið að dæmi þeirra!

vatikanstatens-statsvapen


mbl.is Vatíkan opnar dyr fyrir nýja maka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prins fæddur í Svíþjóð

Prinsinn er fæddur!  Og þá var kátt í höllinni!

Samtímis syrgir hirðin hér ytra prins Johann Georg af Hohenzollern (sem var giftur Birgittu prinsessu, systur Carls XVI Gústafs konungs) sem dó á miðvikudagsmorgun.

Einn kemur og annar fer!
vii


mbl.is Von á erfingja innan tíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Salvör Nordal til forseta! Já af hverju ekki?

Gaman gaman....   Núna eru að koma nöfn sem ég get hugsað mér á forsetastólinn.  :)  

Á sama tíma ætti Þorgerður Katrín að halda sig víðsfjarri hugsunum um forsetastólinn.  Það yrði skelfilegur álitshnekkur fyrir þjóðina ef hún og fjármálasjéníið Kristján mynd hreyfa við málinu. Skuggaleg fjálmálaóreiða sem snýst um stóra stórar upphæðir...    Nei takk!

Heldur biðja Salvöru Nordal að bjóða sig fram.


mbl.is Skora á Salvöru Nordal í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margaret Thatcher i Hague 19. maí 1992 um Evrópusambandið og Euro-efnahagssvæðið. Orð sem aldrei gleymast!

 

Fyrir 24 árum flutti fyrrverandi forsætisráðherra Stóra-Bretlands ræðu í Haag í Hollandi.  Ræða sem enn lifir í minnum þeirra sem þar voru og hlustuðu. En einnig meðal margra þeirra sem hlotið hafa góða menntun og skólun í hagfræði og viðskiptum og láta sig varða evrópumál.  Orðin sem flutt voru af Thatcher lifa og eftir því sem tíminn líður kemur það á daginn að hún hafði rétt fyrir sér.  Lesið endilega ræðu hennar og látið sveipast með orðum hennar um " Europe's political Architecture " 

 

Europe's Political Architecture 

(klikka á slóðina)


mbl.is Bretar kjósa 23. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband