Færsluflokkur: Ferðalög

Græðgin kemur okkur i koll

Það sýnir sig best núna að ferðamenn eru farnir að draga saman verudaga á Íslandi og þetta einkum og sér í lagi vegna þeirrar gjaldtöku, yfirverðs, græðgi og gullæðis sem Íslendingar hafa sýkts af.  Á ferðalagi mínu um Ísland á fyrra ári varð mér þetta ljóst. Ferðamenn voru búnir að spara til draumaferðarinnar til Íslands - en þegar ferðin var síðan hálfnuð voru aurarnir búnir. Þetta vegna þeirrar okrunar og yfirverðs sem mætti ferðamönnum út um allt.  Þjónustan var oft léleg och heimtufrekjan hjár Íslendingunum og minnkuð þjónustulund var það sem mætti fólki.   

Ég er hættur að ráða fólki að ferðast til Íslands - þar til heilbrigð ferðamennska verður aftur á döfinni á landinu.   

Það er skömm að þessu yfirverði.  Íslendingar eru búnir að skjóta sig í fótinn!


mbl.is Ferðamenn stytta dvölina á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoppið okrið!

Hér ytra (Svíþjóð / Danmörk) er það altalað að Íslendingar séu komnir með gullæði.  Nú séu ferðamenn rændir bokstaflega gegnum gengisbreytingar hingað og þangað, gegnum veruleikafirrta verðlagningu og það sé jafnvel svo að fólk fari ekki einusinni lengur í sund, því það sé svo dýrt! 

Gullæðið mun koma Íslendingum í koll.  Það bara er svo.  Er ekki meira virði að fólk muni eftir Íslandi fyrir fegurðina, vingjarnlegheit landsmanna. Kunnáttu landsmanna um land sitt og allt það góða sem við höfum upp á að bjóða - í stað þess að fólk tali um okkur sem græðgispakk?


mbl.is „Við verðum að stoppa þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stimplar og frímerki

Já, mikið þótti mér gaman að sjá að Kristniboðssambandið sé að safna notuðum frímerkjum. Það er bæði gaman að hugsa að notuð frímerki verði til gagns fyrir alla þá sem starfsemi Kristniboðssambandandsins nær til - en einnig að fólk hugsi til verðmæta "gagnslausra" hluta.   Þannig er mál með vexti nefnilega - að Íslandspóstur og íslensk ferðamálayfirvöld hafa tapað svo að segja sýn á þýðingu þessara smáhluta - frímerkjanna. Frímerki eru eitt púsl í landkynningu Íslands og ferðamannaþjónustu.

Ég er einn af þeim sem skoðar gaumgæfilega bréfumslög sem ég fæ, frímerkin og stimplarna á þeim.  Áður fyrr gátu slíkir stimplar verið virði margra króna, eftir því hvaðan þeir komu.  Minnist ég þess að mér þótti gaman að fá bréf frá Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Flatey á Breiðafirði svo eitthvað sé nefnt. Virði þessara bréfa var margfalt og sóttust frímerkjasafnarar eftir þeim eins og heitum lummum. Djupivogur hafði gamlan stimpil til dæmis - stimpil sem var gamall og af gerð sem ekki sást lengur neman frá nefndum stað. 

Nú er þetta svo til horfið. Kannski getum við kallað þetta nostalgíu. En þetta hefur virði fyrir marga - fleiri en okkur grunar. Sjaldan er nú gætt að því að stimpla frímerkin vel, pósti er safnað frá stórum svæðum og litlu pósthúsin flest horfin. Fágætir stimplar heyra næstum því sögunni til og frímerkin oft ekki upp á marga fiskarna.

Reynt er að spara í pósthirðingu, vélstimplanir eru nær eingöngu notaðar og þegar meður fer með bréf á pósthús eða pakka er ekki einusinni sett frímerki - heldur miði sem segir til um burðargjaldið. Þessir miðar eru einskis virði fyrir safnara och Íslandsáhugafólk. Með tilkomu Íslandspósts hefur áhuginn og þekkingin á stimplum, frímerkjum og gildi þessara þátta svo til horfið.   Því miður! 


mbl.is Hendum ekki verðmætum!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfrí - aftur út í skerjagarðinn

DSCF2612

SKERJAGARÐURIN SYÐRI 

Mynd frá Vitsgarn. Séð yfir til austurenda eyjarinnar Märsgarn og síðan upp á fastlandið. (Mynd: BGB)

Jæja, þá er kominn tími til að fara koma sér aftur út í sænska skerjagarðinn og hefja síðasta fermingarnámskeiðið. Ég mun því vera fjarri neti og fjölmiðlum í um þrjár vikur ef allt fer eins og ætlað er. Kannski skýst ég til Stokkhólms um helgar, en eins og staðan er í dag verður líklega ekki tími til þess. Líklega verður farið í langsiglingu út í næstu eyjar og farið í kirkju og eyjaskoðun. Ég hef verið beðinn um að skíra fimm verðandi fermingarbörn og verð ég væntanlega við þeirri bón núna næstu helgi.  Það verður gaman að hefja nýtt námskeið og fá að miðla vitneskjunni kristna trú til þeirra sem núna er að hefja lífsgönguna fyrir alvöru. Vonandi tekst mér vel upp.  Smile 

Þetta þýðir að ég er í um það bil þriggja vikna bloggfríi. Ég treysti vinabloggurum mínum að halda uppi baráttunni fyrir sjálfstæðu Íslandi, lifandi stoltu og frjálsu mannlífi og kærleika til allra manna.

Bestu kveðjur, Baldur Skerjagarðsprelli


Sumarið hálfnað...

Sumarið er hálfnað hjá mér!  Ég er búinn með helminginn af því sem ég ætlaði að afkasta í sumar. Fyrst þá gekk fermingarnámskeiðið afskaplega vel. Alls 42 fermingarbörn fermdust, þar af 4 sem skírðust líka, eftir vel lukkað siglinga- og fermingarnámskeið í Skerjagarðinum í Oscarskirkjunni hér í Stokkhólmi. Þetta var skemmtilegur hópur, bæði krakkarnir og svo leiðtogarnir sem önnuðust siglingakennsluna. Síðan vann ég í S:t Jakobskirkjunni í nokkra daga og núna er ég að leysa af tvo presta í einni af miðbæjarsöfnuðunum.   Gaman að geta orðið að liði og geta hrærst í því sem manni þykir gaman og gefandi. Núna í lok mánaðarins tek ég svo síðasta fermingarnámskeiðið og eftir það þarf ég að taka smá frí. Ég finn að ég vil hvílast smá og fá smá tíma að hlaða batteríin eftir sumarið, áður en lokahnykkurinn í náminu í Uppsölum fer í gang. Bestu kveðjur til Íslands, úr 25°C hita í Stokkhólmi.  

ferming

Fermingarmessa i Oscarskirkjunni, Östermalm, Stockholm 04.07.2009. Ég sit í miðið, grænklæddur.

 

 


Sigli til Vitsgarn á morgun

Á morgun sigli ég út til Vitsgarn. Ég mun gerast eyjarprestur þarna úti í Skerjagarðinum og mun vonandi njóta góðs sumars í sumarblíðu og með siglingum á seglbátum og tilheyrandi. Uppfræðsla lýðsins tilheyrir starfinu og munu allir kristnaðir og sætti ég mig ekki við minna en 100% árangur.

DSCF2591

Nútíma kaleikur og patína. Fékk að vita að slíkt væri ekki til á eyjunni, svo ég keypti svona keröld í dag fyrir næstum því ekkert. Speisaðir litir ekki satt; patína og kaleikur. Þjófar hafa verið á ferli svo kirkjugripir eru engir til nákvæmlega núna.


Kominn aftur heim til Stokkhólms - pílgrímsferð lokið

DSCF2565
Sultan Ahmet moskan, Istanbúl [1609-1616] (flóðlýst)
 

Jæja, þá er maður kominn heim. Úr 26°C og sól í 15°C og rigningu.  Ég hef átt yndislega daga í Istanbúl og kem ég til með að setja fram bæði myndir og texta frá þeirri ferð (16.05.2009-23.05.2009) í framtíðinni.  Ég er búinn að vera á fótum síðan klukkan 04:15 í morgun svo ég læt þennan texta vera einslags tilkynningaskyldu. Skrifa meira síðar og sleppi þá nokkrum smáatriðum með.

Ég get þó sagt að í gærkvöldi sat ég kvöldverðarboð með ferðafélögunum, prófessorum og fararstjórum á hóteli í elsta borgarhluta Istanbúl. Á þeim stað þar sem keisarar austrómverska ríkisins byggðu borgina Konstantínópel, sem hina "Nýju Róm". Útsýnið var stórkostlegt. Út yfir Topkapi-hallargarða soldánanna, yfir Hagia Sofía (framborið: Ajasofia), yfir Gullna hornið og yfir Sultan Ahmet moskuna.  Við sólsetur byrjuðu bænaköllin sem fóru sem eldur í sinu um alla borgina. þetta var ólýsanlegt!

Best að fara pakka upp og þvo þvott!   Bestu kveðjur!


Stokkhólmur kvaddur... pílagrímsferð til Miklagarðs

Tek mér bloggfrí í um vikutíma. Er á leið í kúltúrpílagrímsferð til Miklagarðs (eða Konstantínópel, Býzans eða Istanbúl - þið ráðið hvað þið kallið borgina).  Kveð því Stokkhólm í bili með þessari ljósmynd tekinni ofan úr klukkuturni dómkirkjunnar í Stokkhólmi. Útsýnið er yfir Gamla stan til suðurs yfir Slussen og yfir til Södermalm.  :)  

DSCF2292

Klikkið á myndina til að stækka  :)


Loftbelgshrap

Á föstudagskvöld um klukkan hálf átta sat ég ásamt nokkrum vinum niðri á strönd við Saltsjön, nærri Lappkärrsbergsstúdentahverfinu á Norra-Djurgården. Við grilluðum pulsur og nutum hitans og blíðunnar.

Í fjarska, yfir Djurgårdsskóginum sáum við hvar tveir loftbelgir svifu frekar lágt yfir trén og virtust heldur lækka svifið. DSCF2247Þeir sem sáu um flug þessara loftbelgja virtust ekki hafa neinar áhyggjur því báðir belgirnir lækkuðu jafnt og þétt svifið þaðan sem þeim komu úr suðaustri frá Lidingö eða Syðra- Djurgården landinu og svifu inn yfir Saltsjön. Við Tranholmen voru loftbelgirnir komnir ískyggilega nálægt sjónum eða um það bil 3 m yfir yfirborðinu.

Sá fyrri af belgunum náði að lyfta sér upp áður en komið var að skógarþykkni sem tekur við þegar komið er að byggðinni í Stockby, Djursholm og Långängen. Hvarf sá belgur sjónum okkar, en þá var komið að þeim næsta, sem var sýnu stærri og með talsvert stærri farþegakörfu. Sá náði ekki að lyfta sér í tíma.

Ljóst var að í óefni var komið og leið ekki að löngu en að sá belgur var kominn að Stocksund byggðinni. Fjarlægðin milli okkar og lofbelgsins var um 1.2 km. Var ljóst að þegar hér var komið við sögu að "flugmenn" höfðu tapað stjórn á lofbelgnum.

DSCF2255

Eftir um 2 mínútur sáum við hvar loftbelgurinn hafði snert jörðu og byrjaði að hallast umtalsvert. Mikið var reynt að kynda upp þannig að belgurinn mætti lyftast á ný en allt kom fyrir ekki. Árangurslaust var dælt inn heitu lofti eða í um 3 mínútur.  Vindurinn lagði samtímis belginn meir og meir saman og gerði það augljóslega "flugmönnum" erfitt fyrir verkum.

Loftbelgurinn var nú fastur á litlum tanga, líklega nálægt Svanholmen eða strandsvæði norð-austan við Långängsvägen.  Belgurinn bleiki merktur "SKHLMN" frá fyrirtækinu "Upp och ner" sat nú fastur. Ekkert virtist geta orðið farþegum og starfsmönnum til bjargar.

Næsta og síðasta myndin sýnir þar sem belgurinn hefur tapað svifkrafti sínum og er að falla saman. Hvað varð um farþega veit maður ekki, ekki hefur verið tilkynnt um nein meiðsli eða slíkt í fréttum, en sannarlega var forvitnilegt að sjá þessa atburðarrás.

DSCF2257

Óhappaferðir ætti fyrirtækið að heita, því slys og ólukkur hafa fylgt því núna sl. ár. Í fyrrasumar lenti fyrirtækið í fjölmiðlum vegna bíræfni og fyrir að sinna ekki og taka ekki alvarlega óhagstæða veðurspá. Hröktust þá loftbelgir út og suður og lentu í hrakningum.

 

 

Myndir/photos: 

© Baldur Baldursson


Burt með strætó! Íslendingar kunna hvort eð er ekkert að nota strætó!

Þar sem Íslendingum virðist ógerlegt að skilja mikilvægi almenningssamgangna, þar sem þeir geta ekki slitið sig frá einkabilunum og þar með lækkað heimiliskostnaðinn og um leið stuðlað að því að lækka mánaðakortsverðið í strætó, eiga þeir ekkert betra skilið en að frá þeim verði teknir strætóarnir.

Ég er að velta því fyrir mér oft hvað við Íslendingar lifum óhollt. Við hreyfum okkur lítið, skutlumst í prívatbílum hingað og þangað, mengum loftslagið með þessari hegðun, af enn meira afli en ella.  Ég tel við núverandi ástand, að borgaryfirvöldum og bæjarfélögunum kringum Reykjavík sé óskilið að veita þá þjónustu sem nú er veitt.  Það er leitt að hugsa til þeirra sem ekki eiga bíl, en hægt væri um leið og strætó verði lagður niður að lækka verð á leigubílum, þar sem þeir jú verða einir um markaðinn. 

Bestu kveðjur úr sæluríki almenningssamgangna.  :)

 


mbl.is Eigið fé Strætó bs. neikvætt um 57% af eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband