Færsluflokkur: Mannréttindi

Er ekki minnkandi þjónusta bankanna áhugaverð kæri borgari?

Pengar1

I frændlandi okkar Svíþjóð eru "þjónustu"bankarnir svo til hættir að veita þjónustu með seðla og mynt.  Þetta vegna "stóraukins kostnaðar við að sjá um mynt og seðla".  Á sama tíma auka bankarnir veltu sína og beinan gróða um miljarða og aftur miljarða.  

Vextir af lánum eru háir á Íslandi, þjónustugjöld eru sett á þjónustugjöld og öllum virðist standa á sama. Aukin velta og gróði bankanna kemur úr þínum vasa.  Þú greiðir fyrir að láta peningana þína liggja á reikningum bankanna. Þú greiðir fyrir kortið þitt og þú greiðir viðskiptagjöld.  

Pólitíkusum á Íslandi stendur náttúrulega ekki á sama um þetta. Þeir hvetja bankanna til að taka enn hærri gjöld og vexti.  Þú ert þræll. Ekkert annað en aumur þræll. Vittu þin stað og stöðuleysi.

Ég leyfi mér að setja fram spurninguna hvort minnkandi þjónusta "þjónustu"bankanna sé ekki af áhuga - kæri borgari?  Er bönkunum leyfilegt að fara enn lengra með lúkurnar niður í vasa þinn og hirða það sem þeir finna þar?   Átt þú svo mikið af aurum að þú getir orðið af með allt?

Er ekki hægt að krefjast þess að sá gjaldmiðill og hið áþreyfanlega form gjaldmiðilsins: Krónan (í pappírsseðlum og mynt) sé enn gildur gjaldmiðill í bönkum?   Getum við ekki gert kröfu til ríkisvaldsins að þessi gjaldmiðill sé "nothæfur" - jafnvel i bankakerfinu?

_________________ 

Áhugaverðar greinar:   

http://cornucopia.cornubot.se/2015/10/handelsbanken-tar-sedelbytet-som-ursakt.html

http://sverigesradio.se/sida/artikel.aspx?programid=99&artikel=6203977 

http://www.nordea.se/om-nordea/kontanthantering.html

http://www.handelsbanken.se/shb/INeT/IStartSv.nsf/FrameSet?OpenView&iddef=&navid=A_Betalningar&sa=/Shb/Inet/ICentSv.nsf/Default/qF755CA1E48F2C443C1257AE200357D60 

 


mbl.is Bönkum bannað að búa til peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ISIS og ISIL

ISIS eða ISIL - skiptir ekki máli.  En varast ber hvort tveggja - þótt sami hlutur sé.  

Líklega hafa nú, þegar þetta er skrifað, yfir 1000 manns verið hálshöggnir í Írak og Sýrlandi. Verst hefur ástandið verið í Sýrlandi þar sem málaliðar Vesturlanda svo sem Breta, Bandaríkjamanna og Frakka hafa farið hart fram í baráttunni mót Bashar al-Assad forseta Sýrlands. Landið er sundurmarið og sundurkrossað.  Þjóð með von á framtíð og stöðugleika finnst ekki legur.  

Rétt eins og minnisgóðir Íslendingar muna - voru það Bandaríkjamenn sem stofnuðu Al Qaida á níunda áratug fyrri aldar til að berjast mót Sovétríkjunum í Afganistan.  Þegar svo því stríði opinberlega lauk (óljóst hvort því er í raun lokið) yfirgáfu Bandaríkjamenn landið "opinberlega" og skildu málaliðana eftir.  Málaliðarnir höfðu þá fengið fræðslu og skóla í hernaði sem og voru svo vel vopnum búnir að þeir gátu hernumið heilu landsvæðin og borgirnar í Afganistan - og haldið völdum. 

Slíkt hið sama gerðu nú vesturveldin í Sýrlandi.  Þeir sendu peninga, þekkingu, vopn til Sýrlenskra skæruliða og æfðu þá upp til að verða drápsmaskínur til höfuðs Bashar el-Assad forseta Sýrlands - þar sem hann vildi ekki selja þeim ódýra olíu.   Þá skyldi koma honum frá völdum, mála hann sem glæpamann og sýna heiminum við hversu illan fjandman var að etja. Allt bak við "leiktjöld" arabíska vorsins átti að velta honum úr sessi. Áttu aðkeyptir skæruliðar frá löndum fyrrum Sovétríkjanna, Norður-Afríku, Quatar og Yemen að berjast fyrir rétti fólksins.  

 

 isis-iraq-war-crimes.si

Fá lönd fyrir botni Miðjarðarhafsins hafa búið við slíkan stöðugleika og mannréttindi sem Sýrland. Þetta er nú sagan ein. Kristnir hafa verið reknir á landsflótta, þeir verið hálshöggnir eða skotnir. Sama gildir um aðra trúarhópa og minnihlutahópa sem t d Kúrda.   Nú hafa í skjóli ófriðarins í nágrannalöndunum - ISIS / ISIL reitt náðarhöggið hverju því sem hefði í friðarveg getað orðið til að byggja upp þessi voluðu lönd.

Hér ber að vekja hug fólks og anda!  Drómi sá sem stjórnað hefur greinilega almenningsálitinu á Vesturlöndum - þekkingarleysið og fiskabúrslífið (að ekki þekkja til þess sem gerist handan fiskabúrsins) verður að ljúka.  

Ég leyfi mér að visa til þess sem Toskanska endurreisnarskáldið Dante Alighieri skrifðaði í sínum Guðdómlega gamanleik (Divina comedia) "Heitustu staðirnir í helvíti eru ætlaðir þeim sem skírskota til hlutleysis síns á siðferðilegri ögurstund" 


mbl.is Telja sig vita hver böðullinn er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð sem við ættum að lesa!

Alvarleiki lífsins birtist okkur dag hvern og þessi alvarleiki er óhugnalegri en okkur grunar:

Orð sem við ættum að lesa og yfirvegað íhuga!


Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdarvalds

Nú horfir loksins til betri vegar í háttu mála með aðskilnað löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvalds á Íslandi.  Fyrir margt löngu síðan var skilið á milli dómsvalds og framkvæmdarvalds.  En nú er komið að seinni endurbótinni sem lýtur að því að sami ráðherra geti ekki haft á sömu hendi löggjafar og framkvæmdarvald.  Þetta hefur verið stór brestur í þrískiptu ríkiskerfi okkar.  Kerfið er þrískipt til að komast hjá því að sama persóna hafi rétt að setja hentilög og síðan stjórna eftir þeim.  Aðskilnaður er nauðsynlegur til að gera kerfið trúverðugt og gegnumlýsanlegt.

Aðskilnaður ríkis og kirkju er síðan næsta leiðrétting sem nauðsynleg er að gera.


mbl.is Ráðherrar víki af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svört jörð II

Svört jörð - Starbucks

Hér kemur umfjöllunin eins og hún birtist á vefi mbl.is:   http://mbl.is/frettir/sjonvarp/53217/

Fyrir um tæplega ári síðan skrifaði ég pistil hér um það sem nefnt er Svört jörð, fyrirbæri sem æ meir lætur á sér kræla í heimsbúskapnum.  Í nefndum pistli mínum frá fyrra ári útskýri ég hvað ég á við með þessu hugtaki: Svört jörð

Nú þegar ég sat við tölvuna mína hér og las fréttasíðu Morgunblaðsvefsins www.mbl.is setti mig hljóðan. Á fjarska jákvæðan hátt var umfjöllun um hvernig stórfyrirtæki hefur leigt/keypt landnæði til að rækta sína hrávöru, kaffibaunir í þessu tilfelli.   Málið er háalvarlegt. Ég er efins að neinn hafi vaknað við vondan draum og áttað sig á þessari fyrstu frétt um "svarta jörð" - sem birtist hér i tengslum við fyrirtæki sem hefur svo jákvæða ásýnd út á við.  En viti menn... þessi fluttningur frétta á innan skamms eftir að tengjast fréttum af misbeytingu og þvingunum, siðlausum en löglegum yfirtökum á þjóðlendum í þróunarlöndum - jafnvel hernaði.   


Synódalréttur

þar sem kirkjan sjálf sá ekki þörf á eigin dómstól í sínum innri málefnum, og lagði niður gamla "sýnódalréttinn" - eiga ríkissaksóknari og dómstólar ríkissins að annast slík málefni eins og kærur og rannsóknir á brotum er varða landslög.

Einnig eiga reglur ríkisins að gilda að fullu fyrir kirkjuna. Þannig að sá sem fundinn er sekur er sekur líka í kirkjunni, sé það sannað. Sama gildi um þá sem eru sannaðir saklausir, séu saklausir í kirkjunni.


mbl.is Tillaga um þrjú í rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundleiður á íslensku getuleysi

Íslenska krónan er ekki meira virðe en Matadorpeningar. Ég minnist þess þá maður hafði breytt út Útvegsspilið á borðstofuborðið heima að manni fannst maður þokkalega ríkur þegar seðlabúntin tók að safnast fyrir eftir lukku og velfarnað í spilinu góða. Samt voru þessir pengingar bara spilapeningar. Þegar spilinu var lokið og maður hafði keypt alla togarana og veiðiheimildirnar, var spilinu lokið og allir hinir komnir í svo slæma stöðu að þeir þorðu ekki að slá um teningnum - eða höfðu hreinlega verið keyptir út úr spilinu.  Einhver óþægilegur sannleikur og samanburður er mögulegur með Útvegsspilinu gamla og svo lífinu eins og það er í dag.

Í dag leikum við okkur með vitagagnslausa spilapeninga úti í samfélaginu.  Þetta eru ekki peningarnir út Útvegsspilinu eða Matador/Monopoly, nei þetta er löglegur gjaldmiðill Íslands, krónan.   fyrir næstum því næstum 30 árum síðan var gömlu íslensku krónunni skipt út fyrir nýja, tvö núll voru tekin af þeirri fyrri og nýir seðlar settir í umferð. Allt leit betur út og blekkingarleikurinn rúllaði af stað.  Ekki leið að löngu uns aurarnir voru teknir út umferð. Síðan hvarf 10 króna seðillinn, því næst 50 króna seðillinn og síðast 100 krónurnar.  Myntin fékk að halda sér, þar sem hún er grunneiningin, en hún tók að léttast - á ný!   VIð sem höfum aldur til, munum eftir ákrónunni sem flaut á vatni.

Ég er orðinn hundleiður á íslensku getuleysi. Hvort er betra að vera lokaður frá breskum og hollenskum mörkuðum í nokkur ár, eða þar til fæðuskorturinn lætur að sé kveða í Evrópu, eða halda stolti og efla ný viðskiptatengsl og ekki setja sig í tryllingslegar skuldbindingar?   

Ég sá áðan að íslensk króna var skráð:   18,75 ISK = 1 SEK

Ég valdi að hafna ICESAVE, ég vildi fara í mál við Breta þegar þeir beittu á okkur hryðjuverkalögum, ég vildi hafna ESB og taka upp samningar um Norðurslóðaefnahagsbandalag, ég vildi slá saman íslensku og norsku krónunni, ég vildi taka upp varnar og flugumsjónarsvæðissamstarf við Dani og Norðmenn.  Ég sá aðra möguleika en að sleikja okkur upp við ESB og IMF.  Ég vildi leita nýrra vina. Ég vil ekki leika mér við þá sem lúskra á mér, ég vil ekki leika mér með þeim sem koma fram við mig eins og ég sé einhver skítahraukur úti á túni. Ég vil vera "líðandi" allt mitt líf.   Ég vil annað og betra fyrir mig og mína. 

Mér er annt um Ísland og íslenska þjóð.  Hvað um þig?


Inquistior Joly

... quoniam punitio non refertur primo et per se in correctionem et bonum eius qui punitur, sed in bonum publicum ut alij terreantur, et a malis committendis avocentur.

(Lauslega snúið á íslensku:"... ekki bara til góða hinum [seka] og til að refsa honum heldur til góða hinum almenna borgara, að hann óttist og haldi sig frá vondum verkum.")

Svo hljóða orðin úr handbók rannsóknara Hins heilaga rómversk katólska rannsóknarréttar frá 16. öldinni. Orðin eiga við um Ísland í dag.  Þetta er hryllilega sorglegt, en vissulega satt. Veiðarnar eru hafnar. Engu skal þyrmt til að fletta ofan af skjólshúsum og skúmaskotum fjárglæframanna. Engu! 

Hreinsunin á að vera algjör, engum skal þyrmt. Spillingin verður að hreinsast burt og svo grimmilega skal gegnið fram að þetta verði öðrum til viðvörunar. Fréttir af rannsóknarnefndum og skilanefndum sem búa erlendis á 5 * hótelum vekur einungis viðbjóð!  Hingað og ekki lengra. Þetta má ekki ganga svona lengur.

Nú er bara fyrir Evu Joly að setja upp gúmmíhandskana því skíturinn er mikill og spillingin algjör.  Burt með hina íslensku nómenklátúru!

 


mbl.is Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óafturkræf óheillaþróun

Þessi skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar er gula spjaldið fyrir okkur hér í löndunum í norðri. Í köldu veðurfari norðurlandanna tekur það náttúruna mun lengri tíma að ná sér en í heitari löndum þar sem gróðurinn er fljótari að fylla í eyður sem skapast þegar við mennirnir tökum að breyta, eyða og "bæta". En minnkandi fljölbreytni í gróður- og dýraríki (flora og fauna) er hryggileg staðreynd sem við íbúar norðursins verðum að axla okkar ábyrgð á.

Finnur Jónsson

Beinin hennar Stjörnu [1934] eftir Finn Jónsson, olía á striga [90cm x 106cm]

Eyðilendur og lífríkisauður á undanhaldi er dæmi um hnignun. Stórar lendur hafa verið skaðaðar með lagningu háspennulína, vega, slóða, skála, virkjanna og uppistöðulóna.  Auðlendur Íslands liggja ekki bara í fisveiðum og virkjunar vatnsfalla og háhitasvæða, heldur í öræfum landsins, hinu ósnortna landi, þar sem fjölbreytni lággróðurs, skordýra, hins sanna villta landslags þar sem háspennulínur tjalda ekki sjóndeildarhringinn og landrof verður vegna yfirborðssveiflna uppistöðulóna. 

Við höfum fengið gula spjaldið. Þegar rauða spjaldið kemur er allt um seint!


mbl.is Líffræðilegur fjölbreytileiki minnkar á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fóstureyðingar

Það er skrýtið hvað við einatt reynum að gera okkar skoðanir að annara.  Lífsýn og veraldarsýn okkar er að því leyti þröngt afmörkuð að við leyfum ekki skoðunum annarra og þeirra sýn á hluti að fá maklega umfjöllun, heldur rífum niður og skömmumst.

Í téðu tilfelli ungu stúlkunnar í Brazilíu, sem níu ára gömul varð fyrir því að vera nauðgað, verða barnshafandi eftir það og síðan að hafna upp á kant við rómversk katólsku kirkjuna. Nú hafa læknarnir sem framkvæmdu fóstureyðingu að ósk fjölskyldu stúlkunnar (og hennar sjálfrar sjálfsagt) fengið yfir sig heiftúðuga kirkjuna.

Af hverju, getur maður spurt sig, gat ekki katólska kirkjan bara gert eins og þjóðkirkjan; staðið hjá aðgerðalaus og hlúð að sárum?  Sannarlega hefði það vera farsælast fyrir alla, en einföld eru bara ekki málin. Lífsvirðing rómversk katólsku kirkjunnar er "yfirgripsmeiri" en okkar. Til að forðast misskilning, virðum við ekki lífið minna en katólsk systkin okkar. Fréttin fjallar um lífssýn, og hvernig trú og lífssýn saman með beitingu trúarlegs valds getur lent í árekstri með því sem við í okkar afhelgaða heimi teljum rétt og algilt.

Þeir sem fylgja rómversk katólsku kirkjunni og trúarsetningum hennar, gangast undir vissan kirkjuaga og taka inn vissa sýn á lífsgildi. Vernd lífs er ein þeirra ásteytingarsteina sem við "lúteranar" og trúlausir kjósum ekki að velta svo mikið fyrir okkur.  Fóstureyðingar á Íslandi samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu eru skuggalega margar. Margar konur hafa farið í margar fóstureyðingar á lífsleiðinni. Hefur möguleikinn til fóstureyðingar verið misnotaður og hefur dregið úr ábyrgu kynlífi?  Er fóstureyðing notuð af mörgum sem síðbúin getnaðarvörn? Af því að dæma hve margar konur fara og láta eyða fóstri í þriðja, fjórða og fimmta sinn má styðja þá hugsun með einhverjum rökum.

Við tölum hálf niðrandi um faststefnu rómversk katólsku kirkjunnar í fóstureyðingarmálum. Að fara bil beggja væri kannski ekki svo óvitlaust. Auka virðingu fyrir lífi, því lífi sem er lifað (móðirin) og því lífi sem getur mögulega fengist lifað (barnið).  Þetta eru erfiðar ákvarðanir í mörgum tilfellum og íblöndun trúarhreyfinga og hópa ekki til að gera málið minna flókið.  En lífsgildin, siðfræðin, leikreglur lífs og lífsvirðingar eru margar afsprengi trúarinnar.  Kristin trú er lífstrú. Því ber að fara varlega og með mikill íhugun þegar svo djúpstæðar spurningar vakna s.s. um líf, varðveislu og viðgang lífs.  Enginn einn hefur rétt, enginn hefur rangt. Lífið er hið jákvæða í veröldinni, gneisti vonar og kærleika. Öllu lífi fylgir ábyrgð og sú ábyrgð er vandmeðfarin.


mbl.is Vatíkanið tekur undir fordæmingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband