Um erfðasynd, skuld og óhrein börn

Síðustu misserin hefur sú umræða orðið æ háværari hér í Svþjóð, hverngi túlka eigi þetta með erfðasyndina og skuld mannsins. Spurningin hefur þróast og í dag er farið fram á endurskoðun á skírnarguðfræði kirkjunnar. Þetta er stærðarinnar mál.  Snertir eitt af sakramentum heilagrar kirkju og kenningargrundvöll margra presta og guðfræðinga. Kirkjudeildir halda að sér höndum og hafa skipað nefndir sem eiga að vinna bak við tjöldin.  Nefndirnar eiga að skýrgreina skírnarguðfræðina og þá spurninguna hvort hér hafi okkur borið af réttum vegi.

Ég drep nú niður í nokkrum megingreinum þeirra kennimanna sem farið hafa fremst fyrir þessari beiðni um nýjan kenningargrunn fyrir kristinni skírn.

Fyrst er að greina frá að í skírnarritúali sænsku og dönsku kirkjunnar er að finna leifar hins svokallaða "exorcism" eða "útdrifningar".  Kenning miðaldakirkjunnar er að börn verði að skíra svo fljótt sem auðið er, áður en þeirra synduga eðli kemst í samband við höfðingja hins illa, Lúsífer. Börn sem létust áður en þau voru skírð, höfnuðu utan kirkjugarðs - eða urðu "utangarðsbörn".  Í handbók sænsku kirkjunnar stendur fljótlega eftirupphaf skírnarritúalsins: "Gud, befria NN från mörkrets makt, skriv hans/hennes namn i Livets bok, och bevara honom/henne i ditt ljus, nu och alltid". Þessi texti hefur einfaldast lítið eitt síðan á miðöldum og orðfærið "mýkst". I danska skírnarritúalinu stendur: "N.N. Forsager du Djævelen og alle hans gerninger og alt hans væsen?" 

Orðin virka kannski á okkur í dag sem svolítið köld og gamaldags. En hvað um það, kirkjan er gömul og breytist hægt - en örugglega. En hvers vegna vill fólk losna við þessi fornu orð úr skírnarritúalinu?   Umræðan snýst um skilning fólks á hugtakinu "erfðasynd". Og ekki bara það, heldur líka hvort kirkjan þarf að endurskoða hvort hana hefur borið af veginum í aldanna rás. Hér er spurningin hvort Pelagíus biskup [354-420] hafði kannski rétt fyrir sér að við fæðumst hrein og ósyndug, en með misbeytingu okkar frjálsa vilja, föllum við syndinni að bráð.  

Þetta eru vangaveltur mínar nú þegar ég er að lesa gömlu kirkjufeðurna og heimildir um fyrstu ár kristni í heiminum.

Gaman væri að heyra viðbrögð áhugasamra um málið!  :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Baldur

Þarna hafið þið fræðimennirnir aldeilis fundið verðugt verkefni að ræða næstu átatugina.

Sjálfur hef ég aldrei skilið þetta með erfðasyndina. Skil ekki hvað hún er né hvaðan hún kom. Ekki getur það flokkast undir synd að viðhalda því lífi sem Guð skapaði hér á jörðu?

Kenning Pelagíusar biskups að við fæðumst hrein og ósyndug en verðum á okkar æfigöngu að gæta þess að syndga ekki og fara að Guðs og manna lögum, það er eitthvað sem ég skil.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.1.2010 kl. 21:02

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já það verður um margt að hugsa og mikið að lesa.  En á meðan gengur lífið sinn vana gang eins og venjulega.

Baldur Gautur Baldursson, 28.1.2010 kl. 09:27

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Hafa lútherskir ekki lagt niður kenninguna um erfðasyndina líkt og kaþólskir hafa lagt niður hreinsunareldinn?

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 1.2.2010 kl. 11:46

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ju naestum thvi. Bara spurning um breytingu a ordalagi thegar kirkjan dröslast til ad endurutgefa handbókina sina

Baldur Gautur Baldursson, 10.2.2010 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband