Ný grunnskólalög í Svíþjóð

Það setu að mér skrýtin tilfinning nú þegar ég sit og er að lesa nýju sænsku grunnskólalögin. Já! Hér í Svíþjóð hafa nýlega tekið gildi ný grunnskólalög. Til staðfestingar á því að Svíar eru "trúlausir" - að trúa má, hefur nú verið staðfest í lagatexta hlutleysi - og ábrygðarleysi ríkisvaldsins gegnvart trúar- og menningarmenntun í landinu. 

Í kirkjunni minni hefur öllum grunnskólabörnum í prestakallinu mínu verið boðið að koma til kirkjunnar á "aðventuleikrit" og á páskum til "påskvandringar" og leikskólabörnunum hefur sömuleiðis verið boðið að koma til "krubbvisning" - eða vöggusýningar (þar sem með brúðum, söng, leikrænum tilburðum og þátttöku barnanna farið hefur verið i gegnum sögu jólanna).

Kirkjan hefur í gegnum árin verið fullsetin þær 13 sýningar sem við höfum haft við hverja þessara sýninga. Núna hafa skólarnir dregið sig út og öll aðventuleikrit og "vöggusýningar" féllu niður.

Það er skrýtið að búa í samfélagi sem er GENGUMSÝRT af kristnum gildum og sem hefur verið það frá 1100: lagsetningin er kristin, sagan er kristin, manneskjusýnin og manngildið er kristið, stjórnarskráin er kristin ... en samt fær maður ekki að tala um kristindóm í samfélaginu - ef maður tileinkar ekki öðrum trúarbrögðum jafn mikinn tíma í sömu andrá! KLIKKAÐ!

KK-jesus_graffito

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Það eru svipaðir hlutir að gerast hérna heima. Þannig að á sama tíma og við (kristið fólk) erum að lækka í okkur hljóðið í samfélaginu þá eru önnur trúarbrögð að plotta heimsyfirráð.

Getum við gert þeim þetta auðveldara?

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 29.2.2012 kl. 08:41

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

So true!  So true!

Baldur Gautur Baldursson, 29.2.2012 kl. 09:32

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Baldur.

Það er nú með ólíkindum hversu ósammála þessum pistli ég er. Mikið vildi ég að sama væri gert hér á landi, börn eiga rétt á að vera í friði fyrir áróðri og foreldrar rétt á að sinna sjálfir trúarauppeldi þeirra án afskipta evangelískra trúboða sem læðast að börnunum bakdyraleiðina.

Svo vil ég nú benda þér á að lagasetning okkar er fyrst og fremst blanda af germönskum og rómönskum rétti, ekki nema að litlu leyti krisnirétti. Sagan okkar er ekkert "kristin" frekar en svo margt annað. Fyrst og fremst er hún auðvitað íslensk og fjölda margt annað ber miklu hærra en kristnin í sögu okkar (ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um Ísland, ekki Svíþjóð, en það á svo sem ekkert minna við þar).

Manneskjusýn okkar Íslendinga er til allrar hamingju ekki nema að litlu leyti "kristin", hvað þá "manngildið" hvað svo sem þú meinar með því. Það hefur tekið tvær til þrjár aldir að brjótast undan hinni kristnu manneskjusýn, já og samfélagssýn, og vonandi heldur sú þróun áfram.

Stjórnarskráin er svo langt frá því að vera kristin að ég held þú hljótir að rugla henni saman við Ágsborgarjátninguna hérna.

En að lokum vil ég þó hrósa þér fyrir myndavalið, skemmtilegt gamalt graffíti sem gerir grín að bakkanölum fortíðar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 6.3.2012 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband