Fátækt og rótflótti

Fátækrastíll og rótflótti er það sem mér dettur helst í hug.  Það er þessi soldið "wanna be" stíll sem fólk er að reyna að ná.  Fái hlutir sem teknir eru úr stíllegu samhengi sínu - naumhyggja sem þó knappast heldur þeim hreinstíl sem naumhyggjan ber með sér.  Hér er meira að safnað sé saman dóti úr ýmsum áttum og síðan allt málað hvítt.  Fátækleg lítaskynjun og brottnám hlutverks og þátttöku lita útifrá djúpsálarfræði litanna og hvernig litirnir verka á okkur.  

Þessi stíll á greinilega að vera hreinn og "stíll í sjálfu sér" - en því miður mislukkas þetta. 

Það sem er stóra vandamálið í tísku og hönnunarheimi okkar á vestulöndum er að við fleygjum gamla dótinu okkar sem hefur rætur í sögu fjölskyldna okkar. Síðan förum við á næstu fornsölu og kaupum keimlíka hluti - án tengsla við sögu okkar, rætur okkar og fjölskyldu okkar.  Rótflótti kallast þetta.  Við viljum vera rótlaus og "hrein". 

Þetta er tengt sjálfhyggju nútímans. Við eru alltaf að horfa inn á við. Skoða okkur sjálf.  Einn dag munum við verða fyrir hræðilegum tómleika og sorg þegar við uppgvötvum að við finnum ekkert. "Við" sem manneskjur erum ekki annað en það umhverfi sem við tilheyrum.  Það erum "við" sem gerum okkur að "okkur" eða "oss". Kollektífið - ekki einstaklingshyggjan og rótleysið. 


mbl.is Einstakt heimili við Túngötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband