Um umskurð á drengjum

Ég bjóst líka við að kirkjan myndi standa með börnunum.  Hvað réttlætir að drengir séu umskornir?   Í mínu starfi sem prestur í Svíþjóð mæti ég oft foreldrum sem segja að þeir vilji ekki að börnin þeirra skírist - því að þau virði rétt barna sinna að taka ákvörðum um slíkt síðan þegar þau hafa þroska og vit til að taka þannig ákvörðun.  Ég sem prestur virði þessa skoðun og ákvörðun foreldra.  

Síðan gerist það oft að börnin séu með í sunnuskólastarfinu og yngri deildum kirkjustarfsins - og þegar þau hafa aldur til - vilja þau oft fermast.  Þá ákveða þau að skírast og síðan þegar að því kemur - að fermast.  

Einstaklingarnir þannig fá að velja sjálfir.  Síðan eru alltaf meirihluti foreldra sem velur að skíra börnin sín þegar þau eru i reifum.  Sá sem síðar velur að ekki fylgja kristinni trú - velur það.  Það er mál hvers og eins.  Enginn skaði hefur verið unninn á barninu. 

Þau trúarbrögð sem iðka umskurn a kynfærum drengja - t d Gyðingatrú og Múslimatrú taka réttinn frá sínum börnum að velja.  Að gera valið um hvort ég vilji tilheyra þessari eða hinni trúnni - og hvort maður vilji almennt vera umskorinn.   

Ég tel að brýnt sé að standa að rétti barna. Ég styð EKKI umskurn af neinu tagi - þetta er að mínu mati ofyrirleitni og ofbeldi sem einstaklingurinn ber merki af alla æfi.  

 

Ég segi NEI og hafna umskurn. 


umskurn

 


mbl.is Vonaði að kirkjan stæði með börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband