Hver ákveður yfir líkama þínum?

Umræðan síðustu daga hefur fjallað um pólitík, trúarbrögð, kúltúr (nota ekki orðið "menningu" hér þar sem orðið er í mínum huga of jákvætt) og að gangast við og viðurkenna að ofbeldi á ungum sveinbörnum verði gert laglegt.  

Umskurn sveinbarna hefur orðið að einskonar manndómsvígslu víða um heim.  Oftast er um að ræða trúarlega athöfn t d hjá Gyðingum og Múslimum. Grunnur umskurnarinnar hefur sama upphaf og allar reglur um t d mat og mægðir. 

Í trúarheimi gyðingdóms og íslam hafa reglur frá fornu fari verið settar til að verjast gegn því að fólk neyti matar sem er úldinn eða skemmdur vegna þess hita sem ríkir oft í upprunalöndum þessara trúarbragða (miðausturlanda).  Því hafa hugtökin um "kosher-mat" og "halal-mat" komið fram.  Eitt og annað er séð sem ekki-kosher eða "haram" í stað "halal".

Það er létt að skilja að þessar reglur um mat hafi komið upp í miðausturlöndum - að við megum ekki borða svínakjöt, skeldýr og kjöt af hræætum svo eitthvað sé nefnt.  Um umskurn er einnig létt að skílja hví hún var inleidd í kúltúr þessara landa.  Maður gat ekki eytt dýrmætu vatni til að þvo sér. Því voru drengir umskornir. 

Allt á sér skiljanlegar skýringar og þessar reglur hafa fundið sinn veg inn í trúarbrögðin. Því enginn segir að Guð hafi rangt fyrir sér.  

En í dag búum við við rennandi vatn og stanslaus böð. Ísskápar eru til á öllum heimilum og vinnustöðum og hætta á að vera óhreinn eða borða skemmdan mat er ekki að dreifa.  

Því segi ég NEI til umskurðar sveinbarna. Þetta er tilgangslaust, hættulegt og viðurstyggilegt ofbeldi gegn rétti einstaklingsins yfir eigin líkama. 


mbl.is Berst gegn umskurði sonar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband