Óperuhús - tónlistarhús

Fyrir skemmstu var opnað í Osló nýtt óperuhús, eins og það er gjarnan nefnt - sem er með réttu fjölnota tónlistarhús. Mér var litið á teikningar og svo myndir af nýja húsinu. Hjálpi mér allir heilagir. Þetta líkist kofaskríflinu sem hýsi Hæstarétt Íslands.  Langir þunglammalegir gangar, þröngar leiðir og kulda stafar af ópersónulegu yfirbragði hússins.  Ef hugsunin er að listsköpun í útliti hússins hefur ekki átt að taka neitt frá tónlistinni, þá hefur þeim tekist lofsamlega, því húsið gefur ekkert af sér. Það verkar ískallt, þrúgandi og hverfst í hálfgerðri skotbyrgis- eða neðanjarðarsaggabyrgissköpunarmynd. Hátíðleiki sem ég hef alltaf tengt því að fara í óperuna eða á tónleika, sú stemning og virðing sem ég hef fyrir því að fara á listviðburð hverfur með öllu. Skoðið myndirnar:

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2206&a=761039


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Hmmm skil þig. Óþolandi þegar hús, sem eru einhver "listaverk" eru manni meira til leiðinda en hitt. Ég t.d. sá Óperuhúsið í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn um seinustu helgi. Eftir að hafa hlustað á mikið lof um verkfræðilega snilld þaksins á húsinu ákvað ég að þegja yfir því að það minnti mig á Pizza Hut merki. En það vandist nú eftir að ég var búin að stara á það nógu lengi.

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 30.4.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband