Flottur forsetabíll

Mér finnst mikill sómi af þessum "nýja" forsetabíl og að herra Ólafur Ragnar forseti skuli hafa fengið hann til afnota á embættisvegum.  Þetta er fjarska fínn bíll og glæsilegur. Synd að gamli bíllin frá Roosevelt forseta Bandaríkjanna komst aldrei til landsins, en þessi bíll er ekki síður glæsilegur. Þjóðhöfðingjar Dana og Svía notast, svo að mér sé kunnugt, við svona gamla virðulega kerrur Rollsar í Danmörku og svo gamlir þýskir og bandarískir bílar hérna í Svíþjóð.  Það er stíll yfir þessu!

Vonandi fáum við að sjá þennan bíl í notkun af og til.  En eins og ég segi: Það er sómi að þessu. Krónum er fleygt í svo mikla þarfaleysu af stjórnvöldum, að ég held að kostnaður við endurbyggingu bílsins sé smámunir og þar að auki vel varið. Bravó!

 


mbl.is Fyrsti forsetabíllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband