Drepa, drepa, drepa vs. pólitískt tækifæri

Bölvaður blóðþorstinn, úrræðaleysið og vanþekkingin ríður ekki við einteyming. Ágætur héraðsdýralæknir Egill Steingrímsson kvaðst vera afar ósáttur við hvernig staðið var að málum á Þverfellsvegi þar sem ísbjörn var felldur. Ég leyfi mér að nota fallþyngri orð og fullyrði að einfaldar lausnir svo sem að "bara drepa dýrið" séu lögreglumönnum vestra meira að skapi. Réttara væri ef til vill að segja að flóknari lausnir en sú sem var framkvæmd var við ísbjarnardrápið, væru ekki á þeirra valdi.

Það hryggir mig að þetta fallega dýr, sem sannarlega er í útrýmingarhættu (og prýðir sýsluskjaldarmerki Húnavatnssýslna, sem og Dalasýslu) hafi verið drepið. Þar glötuðu Íslendingar pólitísku tækifæri að sýna að við erum ekki bara svokallaðir hvalamorðingjar eins og stóð hérna á borða við Sergelstorg fyrir nokkru, heldur að við látum okkur annt um dýr í útrýmingarhættu. Það að einhverjum kostnaði hefði verið bætt við að koma dýrinu til heimkynna sinna, hefði vakið heimsumfjöllun og velvilja).  Ég leyfi mér að segja að fljótfærni og aulaskapur hafi og mun auðkenna störf vissra stétta meðan maður verður upplýstur um svona eins og fréttin greinir frá. Ég er sleginn yfir miðaldahætti, fávisku og skammsýni þeirra er drápu dýrið.

Vil í þessu sambandi minna á fjölföldunaráhrif "góðverksins" ef við hefðum gefið bangsa líf og flutt hann heim:  "Wag the dog"  skoðið hvað hægt er að gera með góðum vilja.


mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vid thurfum ad hugsa um "vörumerkid ISLAND". Herna ónyttu i einföldum aulaskap nokkrir "tricker happy" gaurar margra manada vinnu ferdaidnadarins   

Baldur Gautur Baldursson, 3.6.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Hefði það verið svo mikið mál að loka veginum og benda þeim sem ekki virða það að þeir séu þarna á "vegum"?

En að mínu mati þá held ég að það hefði verið hægt að skoða málið betur, mér fannst ákvörðunin full fljótt tekin. Ég er ekki að tala um að við ættum að færa honum mat í sumar og gera hann að einhverju gæludýri... en það hefði verið rosalega fínt að geta sagt: við leituðum allra leiða áður en þessi ákvörðun var tekin. Held ekki að hann hefði gert svo mikinn skaða á nokkrum klukkutímum í viðbót. Hvað voru þetta 3 eða 4 klst sem liðu áður en ákvörðunin var tekin? Hann virkaði ekkert rosalega ógnandi... alla veganna ekki á myndbandinu!

Sá sem skaut hann svo hefur pottþétt fengið rosa kikk út úr þessu. Fjórir sem labba þarna með rifflana sína... Einn til að skjóta og svo annar ef riffillinn hans klikkar og svo enn annar ef riffillinn hans klikkar og svo ennþá einn annar ef sá riffill klikkar. Það má gera ráð fyrir að þegar 4.riffillinn hafi klikkað þá hefði ísbjörninn verið búinn að koma sér burtu. Hann vildi jú ekkert með okkur fólkið hafa . Ég vona bara að sá sem skaut sjái sóma sinn í að þegja yfir þessu.

Þeir segja að maður drepi oft þau dýr sem maður er hræddur við, adrenalín kikkið við að elta það og skjóta. Ekki vantar svo að nógu margir vildu koma við dýrið þegar það var dautt.  Þeir einu sem voru í hættu voru þeir sem héngu yfir dýrinu og kannski einhverjir fuglar, refir og minnkar. Ég var í Skagafirði um seinustu helgi og gat ekki séð að það væri búið að reka nokkra kind á fjall... þær voru allar á túnum við bæjina eða á vegunum. Skildu bændur fá greitt frá ríkinu þegar kindur eru drepnar af björnum?

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 19:02

3 identicon

Mér finnst að þeir gerðu hið rétta. Ef að eitthver hefði slasast eða drepist, þá hefðu þeir verið í miklum skít að drepa dýrið ekki. Af hverju að taka sénsinn?

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband