Þýðing "Biblíu 20. aldar" útvatnaður, fátækur og ótrúr texti...

Hef verið að lesa (á netinu) í útgáfu Hins íslenska biblíufélags á „Biblíu 21. aldar“.  Ég get ekki orða bundist: Ég er hneykslaður, mér er misboðið, mér blöskrar og ég verð sorgmæddur. Hvílík misþyrming á hinum gríska frumtexta. Hvað er þetta með "að verða heiminum að augnagamni".  Hvaða orð er nú það, "augnagaman"?  Textinn frá 1981 útgáfunni hljóðar svo:

"Mér virðist Guð hafa sett oss postulana sísta allra, eins og dauðadæmda á leiksviði, frammi fyrir öllum heiminum, bæði englum og mönnum."

Í nýju útgáfunni, eða ósköpunum sem nefnd eru "Biblía 21. aldar" hljóða textinn:

"Mér virðist Guð hafa sett okkur postulana sísta allra því að við erum orðnir heiminum að augnagamni, bæði englum og mönnum."

Svo ef einhver vill bera saman þá fylgir gríski textinn hér:

Dokw gar o qeoV hmaV touV apostolouV escatouV apedeixen wV epiqanatiouV, oti qeatron egenhqhmen tw kosmw kai aggeloiV kai anqrwpoiV.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Jag pratar inte svenska men jag hoppas du forstor hvad jag menar  Hvað voru margar villur?

Ég er algjörlega sammála. Ég sagði mig úr Biblíufélaginu nú um áramót. við höfum ekkert leyfi til að breyta Biblíunni sem er innblásin af Guði almáttugum.

Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.6.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Baldur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.6.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Mofi

Sammála Baldur, þetta er fáránlegt orð og gerir setninguna ill skiljanlega. Þarna var gamla þýðingin miklu skiljanlegri.

Mofi, 5.6.2008 kl. 16:24

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þýðingin, hin svokallaða biblía 21. aldar er skammarleg túlkunartilraun. Það er eins og maður hafi ráðist á biblíuþýðinguna frá '81 með kartöfluhníf og byrjað að skræla, en gleymt sér og í lokin skáru þeir sig í hendurnar þegar ekkert varð eftir.

Baldur Gautur Baldursson, 5.6.2008 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband