Byggja bát, byggja bát...

Föstudagur og farið að hylla undir helgina. Það er spáð rigningu í dag hérna í Stokkhólmi en vænum 22°C.  Veðurfar hefur verið svona og svona núna í sumar. Síðustu dagarna hefur verið ýmist rigning eða kallt í veðri, eða hvort tveggja. Sólarglætan berst fyrir lífi sínu í dag. Það hrannast upp þung ský hér allt um kring og ég er farinn að spá í að byrja höggva niður eikurnar sem standa hérna í kringum Lappkärret nú skal byggð örk. Rigningin hefur orðið til þess að yfirborð litla vatnsins hérna úti hefur hækkað um 35cm. Ég byggi bara örk. "Örkin hans Baldurs" skal sú heita, og hefði Nói hreinlega skammast sín fyrir sína spónsmíð í samanburði við mína. Eða nei annars. Það eru svo fá dýr eftir á jörðinni að líklega ætti árabátur að nægja fyrir tilraunaglösin. Jamm, ég er sko ekki að fara neinstaðar til að moka skít undan einhverjum dýrum, heldur tekur maður bara dna próf og frystitösku og síðan er málið á hreinu. Ein frystitaska með dna frá öllum dýrum jarðar, míníbar, mjúkt og stórt rúm sem standa á á síðasta bjarndýrsfeldinum og gott bókasafn fyllt með reifurum eftir Daniel Easterman, nokkrum gömlum klassikerum, bókasafninu mínu og auðvitað einni biblíu (gamalli þýðingu). Maður verður að geta ryfjað upp hvernig þetta alltsaman fer. Reyndar verð ég að redda mér lifandi dúfum, ef ég á að geta leikið eftir stöntið hans Nóa en annars er ég bara góður.  

Nú fer ég að velta því fyrir mér hvort ég hendi ekki bara út þessum dna glösum öllum og troði ekki helling af moccaísnum hennar mömmu í frystiboxið í staðinn.  Svo get ég bara lifað á öldum hafsins óendanlega í hamingjusamri spillingu með þeim öllum sem eru mér kær.  :)   

Líklega ætti maður að hætta dreyma og bara vona að það fari að stytta upp. Regnboginn hefur sýnt sig núna í fjarska og líklega engin ástæða að fella neinar eikur nákvæmlega núna.  Þær eru svo fallegar og kræklóttar þarna úti í skóginum við litla vatnið.  :)

Jæja, best að fara gera eitthvað gagnlegt. Var að spá í að fara í gymmið núna eftir hádegi, svo er ég að vinna kl. 15:00 fram til kvölds og þá er ég að vonast til að eitthvað se í forheimskuappíratinu (sjóminu).   Hej då....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband