"Viðskipti er að selja eitthvað sem þú átt ekki til, til einhvers sem þarf það ekki"

Ég sat stutta stund við sjónvarpið hérna og horfði á spjallþátt um viðskipti. Nokkrir spekúlantar úr viðskiptalífinu sátu og ræddu forsendur viðskipta og ræddu fjálglega um merkingu "framboðs og eftirspurnar".  Ég horfði stutta stund, en svo gleymdi ég alveg þættinum og fór að hugsa: Hvað ef maður gæfi sér nýjar forsendur.  Ef þetta var ekki sem þeir spekingarnir sögðu, hvað ef þetta var allt lygi.  Hvað ef bak við alla þessa fjármálamarkaði, viðskiptamarkaði með vörur og hráefni væri bara til á pappírum en ekki í veruleika. Raunar hef ég lengi vitað "með sjálfum mér" að slíkir fjármunir sem rætt er um í fjölmiðlum eru ekki í raun til. Einn ríkur maður í Svíþjóð var einusinni spurður af hverju hann væri ekki akandi um á fínum nýjum bíl og íklæddist fínum dýrindis fötum?  Hann sagði við þann sem hann talaði við að í raun ætti hann ekki svo mikið af peningum, hans lifibrauð fengist af vöxtum af hlutabréfum og framgangi þeirra. Hlutabréfin væru ekki pappírsins virði, en vextir og framgangur hlutabréfanna gerðu að hann fengi öðru hverju penginga. Jafnvel þótt hlutabréfin hans væru metin á stórfjárhæðir, vildi hann ekki lifa um efni fram, þar sem að það væri bara gróðinn sem hann lifði á, en grundvöllurinn fyrir afgreiðslum af gróðanum væri svo veikur að hann þyrði ekki breyta um lífsstíl.

Spilaborgir!  Flest þekkjum við til frásagna af verbréfamarkaðshruninu í Bandaríkjunum 1929.  Slík staða hangir yfir okkur hvern einasta dag. Hlutabréf með stórum tölum og mörgum núllum eru gefin út á hverjum degi án minstu innistæðu. Með þessi hlutabréf er svo leikið sem þetta væru sannir fjármunir og fólk tekur vexti og fær jafnvel afgreiðslur af öllu síðan.  Spilapeningar safna á sig trúverðugleika vegna þess að þeir fara um hendur á svokölluðum "ríkum" mönnum og "kunnáttusömum" og enda svo í skráningu banka og verðbréfafyrirtækja. Uss...  að fólk sjái ekki gegnum þetta og hætti svona spilaborðsleik.  Svo kemur þetta allt að hrynja. Þá verður vart úr öskustónni staðið og hver bjargi sér best hann getur.

Hér á vel við að benda fólki á að lesa bók Johns Steinbeck um "Þrúgur reiðinnar".

"Viðskipti er að selja eitthvað sem þú átt ekki til, til einhvers sem þarf það ekki."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Vel sagt.

Heidi Strand, 27.7.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband