Elgveiðin hafin

elgur 

Einmitt!  Elgveiðin er hafin. Ekki þó á Íslandi, heldur í Svíþjóð.  Nú er hafinn sá tími þegar maður er þakklátur fyrir að maður er ekki elgur. Japp, veiðsísonið er hafið og ekkert við því að gera. Veiði er samkvæmt heimildum mínum leyfð um alla Svíþjóð frá og með deginum í dag, fyrir utan á Gotlandi - en þar eru engir elgar. Þó hefur stjórnvöldum fundist það ráð að banna elgveiðina þar með sérstakri reglugerð, þannig að fólk sé ekki að vafra um með hólkinn, skimandi efitir einhverju sem líkist elg.  Þetta er kannski bara góð hugmynd. SKILJIÐ SKOTVOPNIN EFTIR HEIMA!

Svíarnir segja að maður verði að veiða minnst 100 000 elgi á hverju ári svo að það verði hægt að sjá skógana fyrir elgum. Fjölgunin hafi verið mikil, eða mest í byrjun níunda áratugarins, en þá er áætlað að um 600 000 elgir hafi verið á stjákli - vappandi um skógana, brytjandi þá niður og étandi.  Núna er þetta meira "under controle". 

Já, það er ekkert gaman að vera elgur núna!  Fy fan, nej!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband