Þarf að tyggja þetta ofan í fólk?

Ég er að verða svolítið þreyttur á fólki.  Eða réttara sagt grunnhyggni og gagnrýnisleysi þess. Hversu lengi þarf að tyggja þetta ofan í fólk að það er verið að fleygja peningum þess í vitleysu. Hvað var ég ekki búinn að skrifa um ríkislögreglustjóraembættið?  Er fólk svo grunnhyggið að treysta stjórnmálamönnum fyrir peningum sínum, eða bönkum eða hlutabréfafyrirtækjum öðrum?  Nú þýðir ekki að segja: "Ja, við vissum ekki um þetta" eða "Er það satt? Getur þetta virkilega verið?" Nei, þið kæru landar eruð upplýst um stöðu mála og núna er það ykkar að leiða þetta afvegaleidda fólk sem situr við stjórnvölinn aftur á rétta braut ellegar losa ykkur við það.  Næstu kosningar munu skera úr um hvað ykkur þykir um störf þessa fólks.  Hvað ykkur finnst um hvernig skattpeningum ykkar hefur verið varið og mun varið?  Það er ykkar að fjalla um siðleysi þessa fólks sem þeytist á Ólympíuleika, snýr svo heim þegar kastljósið er ekki á það og ekki gengur eins vel - en svo kaupa hálfrar milljónkróna flugmiða fyrir sig og fjölskyldumeðlimi þegar minnst varir?  Er þetta allt í lagi?  Viljið þið hafa þetta svona?  Í nágrannalöndum okkar er farið í mótmælagöngur yfir minni málum. Ráðherrar sem gera á sig í starfi fá að bera skítinn óáreittir - og engum mótbárum er beitt þótt fólki ói við ósómanum af embættisfærslu þessara fulltrúa okkar.

Ég held, þótt leitt sé frá að segja, að Íslendingum sé sama, hreint út sama um hvernig farið sé með þá og hvaða umfjöllun landið fær!  Við erum sjálfum okkur verst! 


mbl.is Mulið undir Ríkislögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Boivin Ísland ehf

Séra Baldur.

Takk fyrir skrifin. Ég er svo hjartanlega sammála þér með hegðun fólks í stjórnunarstöðum og er eins og þú hvumsa yfir afskiptaleysi og að því er virðist sinnuleysi þjóðar vorrar. Hegðun flestra þeirra sem hafa verið í stjórnunarstöðum bæði ríkis og einnig sveitarfélaga, og einnig hegðun fólks sem sótt hefur í þessar stöður undanfarin misseri hefur einkennst af græðgi og valdafíkn samanber Reykjavíkur hneykslin miklu að undanförnu. Hvað er að fólki að taka þetta í mál og horfa á eftir skattpeningum okkar í einkavina væðinguna vel þekktu og bruðl og rugl ? Og hvað eru margir " Borgarstjórar " á launum hjá íbúum RVK ?

Og sem borgari í þessu landi núna rétt að verða hálfan fimmta tug ára hef ég alltaf verið sáttur við störf lögreglunnar þar til Björn nokkur fór að hræra í öllu fyrir ekki svo löngu síðan.

Hef á ferðum mínum orðið mjög mikið var við minni sýnileika lögreglu í umferð, en hluti starfs míns til margra ára hefur krafist mikils akstur um höfuðborgarsvæðið allt og víðar.

Mín persónulega skoðun er sú að Björn Bjarnason eigi að sjá sóma sinn í að viðurkenna fyrir sjálfum þá staðreynd að meirihluti þjóðarinnar er ekki ánægður með það sem hann er að gera almennu löggæslunni, þeirri sem snýr að okkur fólkinu í landinu og einnig þá staðreynd að við kærum okkur ekkert um þennan sextíu manna einkaher hans sem hann er að koma á fót til að friðþægingar vini sínum GWB og öll vitum við nú hvaða mann hann hefur að geyma ( þeir vita sem vilja ).

Að mínu mati og eflaust margra annara ætti Björn að segja af sér og þá yrði hægt að gera góða hluti með löggæsluna og reyndar fleira.

Ekki þyrfti að auka kostnað við löggæslu held ég ef einhver tæki að sér stjórnun án einhverra mikilmennskudrauma og af almennri skynsemi. Við getum alveg haft áfram sérsveit, kannski ekki sextíu manns, sem gæti brugðist við þar sem þörf er á til verndar borgurunum. Við erum í NATO er það ekki ?

Er ekki NATO skylt til að verja okkur ef á þarf að halda ?  Við þurfum ekki sérsveit í neitt annað en að bregðast við " nær vandamálum " , en jú þeim fjölgar og þau verða grófari með meiri fjölbreytni þjóðfélagsins, ok. En ég er á þeirri skoðun að ef almenn löggæsla fær þá aðhlynningu sem henni ber þá verði mikið minna um atvik þar sem þörf er fyrir sérsveit !

Og svona í lokin; mér er EKKI sama hvernig farið er með þjóðina okkar af þeim sem hafa verið við stjórnvölin og mér þykir leitt að sumt af þessu fólki skuli bera eigin hag framar hag þjóðar sinnar og samlanda ;(

Boivin Ísland ehf, 25.9.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband