Sjúkt dæmi um spillingu - í Svíþjóð

Í sérstökum eftirlaunasamningi sínum við Nordea bankann, hefur Thorleif Krarup (56) tryggt góða fjármálaframtíð.  Hann er 56 ára og hefur starfað sem stjórnarmaður í Nordea bankanum í Stokkhólmi í eitt og hálft ár. Hann mun halda hálfum launum þar til hann verður 62 ára og eftir það fær hann 60% núverandi launa þar til að hann deyr. Eftirlaunasamningur hans er því metinn á minnst 150 milljónir sænskra króna eða um 2.562.000.000 (við tölum yfir 2 milljarða hér).

Nordea hefur staðfest þessar tölur.

Þetta er hreinn og klár viðbjóður.  Nú sit ég hér og hugsa hvort búið sé að gera svona eftirlaunasamninga við einhvern af bankastjórunum eða bankaráðsmönnunum heima á Íslandi.  Nennir ekki einhver að kanna það? 

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=3130&a=850740


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Hmm hvað áttu við með "einhvern"? Er ekki sennilegra að þeir séu allir með svona góða eftirlaunasamninga? Þetta hafa verið einhverjar fáránlegar tölur sem maður hefur heyrt þegar rætt er um eftirlaunasamninga fólks, sem er að segja upp/látið fara hjá þessum skæru stjörnufyrirtækjum. (nú vantar mig grimman smiley).

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Frettamenn hafa ekkert betra virdist nuna ad gera en ad draga ur olgunni a Islandi. Kannsk thessir aettu ad fara a stja og skoda eftirlaunasamninga.

Baldur Gautur Baldursson, 12.11.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband