Lesið og lærið hvað herrarnir hafast að

Rakst á þessa gúrkufrétt! 

Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með hvað þeir hafast að þarna niður í Brussel/Bruxelles.  Það sem kemur mest á óvart er að þetta í Brussel/Bruxelles er fyllsta alvara og á málinu tekið af meiri krafti en aðstoð við Ísland. 

Þetta er bandalagið sem meirihluti Íslendinga vill ganga í.  Hjálpi mér hamingjan!


mbl.is Aflétta banni við bognum gúrkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Segi það með þér. Af hverju í ósköpunum má fólk einfaldlega ekki ráða því sjálft hvernig ávexti það kaupir. Skyldu ekki "gallaðir" ávextir dæma sig sjálfir út af markaði. Þvílíkt bull sem þessir vesalings menn sitja yfir þarna í Brussel.

Það verður dásamlegt að lifa í þessari dásemd þegar við verðum "innvígð" í þetta samfélag fáránleikans.

Viðar Friðgeirsson, 14.11.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Og hvað er gert við þá skökku og þá sem ekki standast EB-kröfur?

Baldur Gautur Baldursson, 14.11.2008 kl. 17:01

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Eftir nokkur ár fær enginn nýburi að fara útaf fæðingarheimili/sjúkrahúsi öðruvísi en með CE. stimpil á rassinum...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 14.11.2008 kl. 20:28

4 Smámynd: Muddur

Þeir í brussel gera nú margt og mikilvægara en að dæla út tilskipunum um hámarkssveigju og evrópu-staðlaða lögun ávaxta og grænmetis. Til dæmis eru til ítarlegar reglur um hinn eina rétta litatón græna ljóssins í umferðarljósum innan ESB. Þá eru líka til bráðnauðsynlegar reglur sem skikka kattamatsframleiðendur til að passa upp á að nægilega mikið af grænmeti sé í kattamatnum sem þeir framleiða innan ESB. Það eru jú hagsmunir allra brosandi og ánægðra ESB þegna að kettirnir þeirra borði nú grænmetið sitt.

Ef einhver hefur ekki enn áttað sig á því, þá er þessi ofangreinda málsgrein mín skrifuð af kaldhæðni og hneykslan yfir þessu fáránlega reglugerðabákni sem ESB er orðið. Ég játa það að hugmyndin um aukið samstarf Evrópuríkja er stórgóð, en eins og staðan er í dag er þetta blessaða Evrópusamband að verða að einum stórum brandara og mér finnst sem spekúlantarnir í Brussel séu farnir að teygja sig alltof langt inn í öll mál. Hvað kemur næst? Evróputilskipun um að allir skuli bursta tennurnar tvisvar á dag? Evróputilskipun um hina einu réttu og CE viðurkenndu aðferð við að skeina á sér afturendann?

Muddur, 15.11.2008 kl. 00:22

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Eins og Muddur bendir á þá hafa þessir menn margar ábyrgðafullar ákvarðanir að taka. Ég vona bara að þeir taki sér góðan tíma og ræði þessi mál fram og til baka, því að það er nokkuð ljóst að þetta allt skiptir rosalega miklu máli í lífinu.

Sporðdrekinn, 15.11.2008 kl. 04:46

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hvað með M&M's - þeir bönnuðu bláa litinn í fleiri ár því í honum voru hættuleg efni. Það gleymdist að segja okkur að við þurfum að eta ca. 1 fullt baðkar af bláum M&M's kúlur á dag í 20 ár til að deyja af þessari eitraða bláa lit. Sennilega deyr maður að ræpu áður, en það er önnur saga!

Baldur Gautur Baldursson, 15.11.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband