Ekki einu sinni Davíð getur stolið jólunum! Jólin mín eru heilög!

 grinch

Margt kann að breytast, jú víst er það svo. Það er aðlögunarhæfni mannsins sem hefur gert honum mögulegt að þreyja svo lengi. 

Hvað þarf meira en gleði í hjarta, kærleika til allra manna og frið með þjóðum?  Jólin eru svo frábær að jafnvel þótt alla pakka vanti og lítið sé í buddunni er samt hægt að halda gleðileg jól, heilög og betri en öll önnur jól. 

Tröllið sem stal jólunum í bókinni hefur engu að stela lengur. Gleðin yfir jólum er sannheilög og þótt allir alþingismenn leggist á eitt saman með fjármálamönnum á landinu að eyðileggja fyrir okkur hin sönnu gleði er það nú svo að engum tekst að taka frá okkur jólahátíðina.  Hún er ekki af þessum heimi, en samt í heiminum.


mbl.is Kreppan hefur áhrif á jólahald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Það verða sömu naumhyggjujólin hjá minni fjölskyldu og undanfarin ár. Ég er meðvitað búin að skera niður útgjöldin árum saman og nú er meira að segja sælgæti að mestu farið út af innkaupalistanum. Til að halda í gamlar hefði er keypt ein meðalstór Makkintoss dolla og hún endist langt fram á nýárið. Sendi orðið afar fá jólakort heldur hringi frekar í fólk. Svo sem ekki mikill sparnaður að því en kortið fer sennilega í ruslið og gerir lítið fyrir vináttuna en símtalið finnst mér innilegra. Ég hef ekki keypt mér föt fyrir jólin síðan ég man ekki hvenær. Þetta fara kannski að verða hálfgerð Tröllajól hjá mér.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 2.12.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

   Ef þið Íslendingar sjáið hálfnakta konu með saumavél á bakinu með guðfræðibækur bundnar um fætur:  Gefið henni mat. Þetta er hún Ólöf blessunin  :)    Hún svarar nafni og er gæf (EF þið hafið eitthvað matarkyns)

Baldur Gautur Baldursson, 2.12.2008 kl. 17:13

3 Smámynd:

Ég er að hekla  Ég nefnilega uppgötvaði þegar ég flutti í haust að ég á þvílík kynstur af garni að ég gæti klætt heilan her  Þannig að ég tók þá ákvörðun að hekla úr þessu jólagjafir handa vinum og vandamönnum  Svo á ég nóg af jólapappír síðan í fyrra og jólakortin geri ég í tölvunni. Sem sagt enginn kostnaður, bara nostur  Eru það ekki bestu jólagjafirnar

, 2.12.2008 kl. 18:39

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Dagsatt Dagný!   :)   Bestu jólagjafirnar eru þær sem eru gerðar og gefnar í hjartans einlægni.

Baldur Gautur Baldursson, 2.12.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband