Landráð

I X. kafla almennra hegningarlaga (lög 40:1940) er fjallað um landráð.  Þetta er áhugaverð klausúla sem er gaman að skoða. Hegningarlögin eru afskaplega tætt af viðbótum, ákvæðum sem komið hafa síðar, milliríkjasamningum og ákvæðum þeirra og slíku. En meginstofn laganna er enn að með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Fer það nú eftir því hvernig maður les lagatextana hvernig þeir túlkas hverju sinni og eflaust hvar í stjórnmálaflokk sá er les er settur. 

Nú er ég óbundinn neinum stjórnmálaflokki. Ég er frjáls að mínum skoðunum og nýt þess að kosningar eru bæði lýðræðislegar og leynilegar.  Þannig getur hver og einn greitt atkvæði eftir samvisku sinni. Krossað við það stjórnmálaafl sem hann telur að best geti þjónað fólki og landi hin hefðbundnu fjögur árin. 

Lögin er því til þess fallin að hafa hemil á fólki, tryggja öryggi og velferð okkar. Þegar lögin eru brotin, er refsað eftir þeim.  Við þekkjum lögin, við þekkjum í hverju refsingarnar eru faldar - en umfram allt hvað samfélaginu er fyrir bestu. Því samfélagi sem við viljum tilheyra og eigum rætur okkar í.  Einmitt þetta er áhugavert!  Það er þetta samfélag sem við skiljum. Sjaldnast þurfum við að kíkja í lagasafn Alþingis til að vita hvort við megum þetta eða hitt. Þessi vitneskja er einfaldlega samgróin okkur og samfélagsmynd okkar.   Við vitum oftast hvað við megum ganga langt. 

Að þjóna landi og þjóð á ekki að vera skylda, heldur okkur ljúfara en skylt.  Því vaknar mín spurning um forgangsröðun og drengskap þegar ég sé fréttir um bankamál.  Hvernig má það vera að lög um bankamál og reglur þar að lútandi eru settar hagsmunum ríkisins ofar.  Ég rakst á þessa grein ofantilgreindra laga:

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.

Mér varð hugsað til þeirra "bankaleyndar" sem oft hefur verið nefnd nú af frammámönnum landsins. Embættismönnum sem starfa fyrir ríki og þjóð.  Hver er sú bankaleynd sem er hagsmunum ríkisins æðri?  Má einfaldlega skýla sér bak við bankaleynd þegar þjóðarhagsmunir eru í tafli og vitneskja um eitthvað sem er mikilvægt á neyðartímum fyrir þjóðina að vita, er haldið aftur? 

Nema ....  allt sé náttúrlega bara hreinn uppspuni. 

Ég tel að það að kasta fram orðunum "bankaleynd", "leynisamningum" eða slíkum orðum, eru til þess fallin að "auka vægi" einstaklinga í hræðsluáróðursskyni; að þeir sem hafi uppi þessi orð verði stikkfríir vegna "þeirra upplýsinga" sem þeir búa yfir?   Ég hreinlega veit ekki.  Þetta er sú tilfinning sem vissulega kemur upp þegar við heyrum vikulega um þessa"leynd".


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

Er þá nokkuð að gera nema kæra Davíð til lögreglunnar fyrir landráð.  Henni ber skylda til að taka kæruna fyrir og skoða málið.  E.t.v. hættir Davíð af sömu ástæðu og Árni Arnarkló forðum, þarf að bregða sér bæjarferð í Grundarfjörð.

Sigurður F. Sigurðarson, 4.12.2008 kl. 11:14

2 Smámynd:

Er þá ekki spurning hvort DO sé að brjóta lög með leynimakki sínu? Það væri líklega réttast að þjóðin kærði hann fyrir landráð. Þurfum einhvern skeleggan til að ganga í það mál.

, 4.12.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Er ekki hægt að plata Hannes Hólmstein Gissurarson í það?  Ég veit ekki hreinlega hvort við eigum að fara á nornaveiðar, það myndi sennilega leggja landið í auðn.  Hér er helst þörf á viðhorfsbreytingu; að setja landið fyrst.  

Sögðu ekki frelsishetjurnar forðum: Íslandi allt! 

Baldur Gautur Baldursson, 4.12.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband