Tímaskekkja = heiðurslaun listamanna

Niðurskurður í heilbrigðiskerfi, auknar gjaldaálögur og óbeinir skattar og margt fleira sem við finnum fyrir, en við áttum okkur ekki alltaf á. Þessir smáskattar hér og þar, þessi "opinberu gjöld" sem við höfum þegjandi tekið á okkur að greiða.  Nú þegar við, Íslendingar, eigum að greiða reikninginn fyrir leik hinna ríku, spilavítareikninginn er þörf á gagngerri skoðum á ÖLLU fjármagni sem rennur úr í og úr höndum ríkissjóðs.

Ég vil byrja á því að taka fram að röksemdafærsla mín snýst ekki að persónu neins listamanns. En ekki kemst maður hjá því að spyrja sig um fjárhag þessara listamanna og hvaða aðstöðu þetta fólk hefur áður en peningar eru teknir frá fátæka og skuldsattasta fólkinu í landinu, til þess að listamenn geti haft það enn betra. 

Ég á erfitt með að réttlæta greiðslu listamannalauna í ár. Þetta eru kölluð "heiðurslaun"!  Hvaða heiður er að því að taka á móti peningum fátæks fólks sem á hvorki til hnífs eða skeiða og er að missa íbúðirnar sínar, störfin sín og heilbrigði?  Hafa ekki flestir þessara listamanna sem nefndir eru til dæmis fengið Hina íslensku Fálkaorðu?  Er það ekki hæfilegur heiður? 

Flestir þessara listamanna þiggja eftirlaun rétt eins og aðrir Íslendingar. Margir þeirra taka stefgjöld af list sinni, afgreiðslur af sölu bóka og eða listsköpun. Í ofan álag tekur svo þetta fólk greiðslu fyrir ævistarf sitt.  Fékk Sigrún fiskvinnslukona Sigvaldadóttir greiðslu fyrir vel unnin störf á síldarárunum á Siglufirði sem færðu þjóðinni heim stórar fjárhæðir á sínum tíma, eða Þórarinn málmsuðumaður í Álverinu í Straumsvík, sem liggur sjúkur í lungum og illa skaðaður á húð eftir 30 ára starf?  Hvað fær Jóna Friðbjörns fyrir starf sitt í þágu barna og æskulýðs, en hún var kennari í 55 ár, þar af lengi sem leiðbeinandi launast vegna þess að hún bar hag heimabyggðar sinnar fyrir brjósti?  Hvað fær hún?

Listamannalaun eða "heiðurslaun" listamanna er tímaskekkja. Heiðrum fólk með lofi og með því að kaupa list þessara (ef ríkið hefur ekki þegar stutt listamennina með kaupum á listaverkum þeirra) og skrifum um þá í bækur og veitum orðu, en reynum að kunna okkur þegar illa stendur á fyrir ríkinu og sérstaklega fólkinu í landinu.


mbl.is 28 listamenn fá heiðurslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra

Það er nú bara ekki í lagi með þetta lið sem stjórnar þarna á Íslandi... Er þetta  nú almenningi bjóðandi svona rétt fyrir jólin sem á ekki ofan í sig eða á... Vá þetta eru 50 miljónir í allt...  sem þeir eru að gefa þarna... Og hvaðan fá þeir þá þessa peninga ??? Mér er spurn ?

Ég verð alveg ösku ill að lesa þetta.

Kveðja Dóra

Dóra, 22.12.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband