Ţorláksmessa á vetri - 23. desember

 Laki

Mér ţykir vert ađ minnast ţessa dags, Ţorláksmessu á vetri. Margir skilja strax af nafninu hvađan minning ţessa dags er dregin, en fćrri vita af hverju viđ höldum ţennan forna hátíđisdag helgan. Á ţessum degi er minnst dánardćgurs Ţorláks biskups, verndardýrđlings Íslands. Á myndinni hér ađ ofan er Ţorlákur sýndur lengst til hćgri. Hinir eru heilagur Guđmundur góđi Arason (fjćrst til vinstri) og nćst Ţorláki (í miđiđ) stendur heilagur Jón Ögmundsson (Ţjms. 4380).  Myndin er ef svokölluđu „Hólaklćđi“ sem var altarisklćđi eđa svokallađ antipendium og huldi vanalega framhliđ altaris.Ţorlákur helgi Ţórhallsson var fćddur á Hlíđarenda í Fljótshlíđ 1133, látinn í Skálholti 23. desember 1193. Hann var biskup í Skálholti frá árinu 1178. Hann lćrđi fyrst í Odda hjá Eyjólfi Sćmundarsyni fróđa en fór síđan utan og lćrđi í viđ ţekkt menntasetur í París og Lincoln á Englandi á árunum 1153–1159. Eftir utanförina var hann fyrst prestur í benediktínanunnuklaustrinu Kirkjubć á Síđu eđa allt uns hann varđ príor 1168 og síđar ábóti í nýstofnuđu ágústínusarmunkaklaustri í Ţykkvabć í Álftaveri. Hann var kjörinn biskup á Alţingi 1174 en hann var ekki vígđur til biskups í Niđarósi fyrr en 2. júlí 1178, af Eysteini Erlendssyni erkibiskupi (sennilega i Kapítulakapellunni sem fyrst var byggđ viđ ţađ sem í framtíđinni varđ Niđarósdómkirkja). Hann átti löngum í harđvígum deilum viđ veraldlega höfđingja um forrćđi kirkjunnar yfir eignum kirkna í landinu og síđan í siđferđismálum landans.

Hann var tekinn í dýrđlinga tölu á Íslandi og áheit á hann leyfđ áriđ 1198. Bein hans voru tekin upp 20. júlí ţađ sama ár. Hann á tvo messudaga á ári; Ţorláksmessu á vetri - 23. desember og Ţorláksmessu á sumri - 20. júlí (Skálholtshátíđ). Jóhannes Páll II. páfi stađfesti 14. janúar 1985 heilagan Ţorlák sem verndardýrđling Íslands.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir ţennan fróđleik.  Nú mun ég athuga hvort Súgfirđingar, sem halda venjulega Sćluhelgi í kringum 20 júlí...muni ekki ljá ţví máls ađ skapa skötuveisluhefđ í tilefni af sumar messu Ţorláks

Gleđileg Jól Baldur Gautur og takk fyrir góđ kynni á blogginu í vetur

Sigrún Jónsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:35

2 Smámynd:

Ja hérna. Ekki vissi ég ađ hann hefđi ţjónađ á Síđunni og í Álftaveri. Gaman ađ svona sögugrúski. Eigđu góđa Ţorláksmessu

, 23.12.2008 kl. 07:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband