"Sárt býtur soltin lús!"

 

Það er sagt að þegar sveltur og allslaus lýðurinn hékk á grindunum við hlið Versalahallar við upphaf Frönsku byltingarinnar og bað um brauð, hafi Marie Antoinette drottning spurt hvers vegna fólkið borðaði þá ekki bara kökur?

Þessi saga er náttúrulega bara saga, en segir mikið um þá veruleikafirringu sem ráðafólk hins franska konungsríkis lifði í.  Í dag getum við sagt að drottningin vissi bara ekki betur. Annað getum við sagt um stjórnmálamenn íslenska. Þeir vita best sjálfir að þeir valda ekki stjórnartaumum, þeir heyra raddir fólksins, þeir vita hversu stjórnarathafnir þeirra hafa skapað díki sem þeir hafa hratt þjóðinni út í.

Íslendingar eru fjallduglegt fólk, þolgæðið jaðrar við hið ómöglega - en munum að sárt bítur soltin lús. Með táragasi og kylfum leitast lögreglan við að halda fólkinu frá illvættum sínum. Það er slegið á fálmandi hendur fólksins sem á von í hjarta og vill hefja nýuppbyggingu. Nýuppbyggingu á Lýðveldinu Íslandi. Ný lýðræðishugsjón er að vakna, vaxtarbroddur þess fræs hefur byrjað að skjóta upp kollinum. Þennan vaxtarbrodd vilja stjórnmálamenn íslenskir óðir slá af. 

Slíkur er drengskapurinn!   Burt með spillingarliðið og inn með nýja hugmyndafræði og lýðræðishugsjón.


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

"Sárt býtur soltin lús", þetta hef ég ekki heyrt áður, þetta verð ég að muna, þetta er snilld.

Frábær grein hjá þér að vanda og ekki hægt annað en vera sammála.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband