Það er ábyrgðareysi að leyfa stjórninni að sitja

Veruleikafirring og sjálfsupphafning er alvarlegur hlutur, ekki síst þegar slíkt fyrirfinnst í ríkisstjórn eins lands. Ég tel að ástandið í íslenskum stjórnmálum sé svo komið að trúverðugleiki sé allur horfinn á Alþingi og framkvæmdavaldi. Trúverðugleiki banka- og fjármálastjórnkerfis ríkisins er horfinn. Áður en landið líður enn fyrir stjórnleysi, því stjórnarflokkarnir virðast með öllu vanhæfir til stjórnarathafna því enginn tekur lengur mark á þeim. Froðusnakk og innihaldslausar fullyrðingar ríkisstjórnarinnar líkjast helst því að vera grýttur með poppkorni.  Orðin býta ekki, þjóðin trúir ekki ráðamönnum og í dag heyrði ég talað um "meinta ríkisstjórn" Íslands.  Átt var við með þeim orðum að ekki væri hægt að sannprófa valdsvið sitjandi ríkisstjórnar, ekki fremur en óþekkt gengi íslensku krónunnar.

Ég hvet þingmenn og ráðherra að segja af sér! 

SETJUM UTANÞINGSSTJÓRN UNDIR FORSÆTI FORSETA ÍSLANDS

(sem er eini kjörni fulltrúi þjóðarinnar sem kjörinn er beinni kosningu).


mbl.is Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála öllu ofanskráðu.  Ertu búin að sjá þetta hjá Ólínu Þorvarðardóttur.

Sigrún Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég held þú hittir þarna naglann á höfuðið

"Ég tel að ástandið í íslenskum stjórnmálum sé svo komið að trúverðugleiki sé allur horfinn á Alþingi og framkvæmdavaldi. Trúverðugleiki banka- og fjármálastjórnkerfis ríkisins er horfinn. Áður en landið líður enn fyrir stjórnleysi, því stjórnarflokkarnir virðast með öllu vanhæfir til stjórnarathafna því enginn tekur lengur mark á þeim".

Þetta er vandamálið eins og þú segir. Þess vegna þarf að kjósa ekki seinna en í haust því stjórnin er verklaus vegna þessa ástands.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 00:29

3 Smámynd:

Rétt hjá þér Baldur Gautur. Verst að valdamennirnir okkar fatta þetta ekki.

, 22.1.2009 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband