Ósemja og trúnaðarbrot milli þjóðar og ráðamanna

Í dag var ég að hlusta á hádegisfréttatíma ríkisútvarpsins hér í Svíþjóð. Önnur frétt fréttatímans hafði með Ísland að gera. Tilkynnt var að bankamálaráðherra hefði Björgvin Sigurðsson hefði sagt af sér, að hann hefði ekki séð sér fært að starfa lengur. Ástæðan: Að hann nyti ekki trúnaðar fólksins og að hann vildi axla ábyrgð á fyrir ráðuneyti sitt. Ekki brá mér neitt svakalega. Ég hafði hálft í hvoru búist við að honum yrði fórnað til að sætta þjóðina. "Betra að einn deyi fyrir lýðinn, en að lýðurinn allur farist",eins og stendur í Biblíunni. En þessi fórnfæring stjórnarflokkanna bætir ekki líðan fólksins. Öll ríkisstjórnin verður að fara frá. Ósemjan er tilfinnanleg og trúverðugleikinn er horfinn með öllu.

Fjölskyldan mín átti einusinni kött. Hann hét Cató. Hann var fínn gulbröndóttur kisi og öll höfðum við hvert og eitt tilfinningar til Catós. Það var alltaf vel hugsað um Cató og til að honum liði vel og lifði heilbrigðu lífi fékk hann reglubundið fara til læknisskoðunar og síðan fékk hann sérstaka ormahreinsunarsprautu. Síðan leið Cató vel á eftir, hreinn og endurnýjaður af kröftum.

Stjórnmálaflokkarnir okkar þurfa nú á slíkri "sprautu" að halda. Það er þörf fyrir ormahreinsun. Ég mæli með pólitískri stólpípu til að losa um spillingu, ósannindi, skyldmennapot (nepótisma) og pólitískar misbeitingu (óhóf).

Nú bíð ef eftir að bankaráðin, fjármálaeftirlitið og síðast en ekki síst bankastjórar Seðlabanka Íslands hverfi frá stólum sínum. Mælist ég til að ekki verði aftur ráðið í stóla þessa fólks. Heldur verði stokkað upp og búið til nýtt einfaldara og ódýrara kerfi sem muni vera ráðgefandi (ekki hafa völd) fyrir ráðherra fjár- og bankamála framtíðarinnar.  "Skilvirkni og heiðarleiki" verði  kjörorð hverrar ráðgjafanefndar. 

Oft og lengi hefur verið þörf - en nú er nauðsyn.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband