Ópólitíska ráðherra!

Hér kemur mín tillaga til endurbóta. Það sem Geir forsætisráðherra virðist gersamlega genginn úr falsinum vil ég rétta honum hjálparhönd þann stutta tíma sem hann á eftir á forsætisráðherrastóli:

Gerðu tillögu um einstakling sem er sérhæfur á sviði banka- og efnahagsmála. Hér skiptir engu máli hvort hann er Íslendingur eða ekki. Veldu þann besta í geiranum.

Í framtíðar stjórnarskrárbreytingu mun það verða sett inn að þingmenn sem taka við ráðherraembætti verði að segja af sér þingmennsku.  Reglan verði því að í framtíðinni verði óheimilt að hafa á sömu hendi framkvæmdarvald og löggjafarvald.


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soll-ann

Þetta líst mér vel á en ekki býst ég nú við að stjórnarheimilið geri neitt af viti.

Soll-ann, 25.1.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Georg Bergþór Friðriksson

Sammála Baldur, Ráðherrar verða að afsala sér þingmennsku.

Að auki þarf utanþingsstjórn nú þegar. Samfylkingin er ekki síður vanhæf til setu í ríkisstjórn en Sjálfstæðisflokkur.

Best væri að leysa upp þing, ráða ráðherra eftir þekkingu og hæfni og skipa þeim erlenda ráðgjafa. Slík stjórn gæti tekið til í 1-2 ár, og boðað til kosninga að þeirri vinnu lokinni.Þetta gæti gefið núverandi flokkum svigrúm til að hreinsa sig af ormum og annarri óværu.

Georg Bergþór Friðriksson, 26.1.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband