Afleiðingarnar efnahagshrunsins - í Svíþjóð

SAAB

Í gær komu vondu fréttirnar. SAAB (Svenska automobile AB) fyrirtækið er farið á hausinn. Ríkisvaldið mun ekki koma því til aðstoðar. Þó hefur það fengið greiðslustöðvun. Hefur SAAB fengið tækifæri að sýna fram á hvort fyrirtækið eigi framtíðarvon, gengum endurskipulagningu eða/og endurfjármögnun.  Bara flestir halda að sér höndum og vilja ekki kasta peningunum sínum út um gluggann.  "SAAB getur ekki greitt neitt af skuldum sínum" segir Nils-Olof Ollevik fréttamaður Svenska Dagbladet " fyrirtækið er gjaldþrota, því er öllu lokið, endanlega, fyrir alla tíð". Maud Olofsson atvinnumálaráðherra Svía telur ekki vænlegt að reyna bjarga SAAB. Fyrirtækið hafi náð botninum í öllum skilningi og aðstæður í heiminum lúti bara að einu: Endalokunum er náð hjá þessu gamla gróna sænskfædda fyrirtæki. Lán frá sænska ríkinu eða frá ESB er ekki kostur í stöðunni, segir Maud. Eftir að GM (General Motors) keypi SAAB með gróðavon í huga fyrir nokkrum árum. En síðan hefur bilaiðnaðurinn verið á hægri niðurleið og hagkerfið sömuleiðis. GM losaði sig við SAAB og ýtti því frá sér núna fyrir skömmu, í von um að bjarga sjálfu sér.

Allt þetta verður svo til að snjóboltaáhrifin fara láta verða vart við sig.  Eftir að heildsalarnir fara á hausinn, fara smávörusalarnir sömuleiðis að kveinka sér og þeir sem aðeins hafa þjónustað SAAB munu fara sömu leið. Fjöldauppsagnir eru daglegur raunveruleiki í Svíþjóð og út um allan heim.

 

SvD: Laugard. 21. feb. 2009.


mbl.is Evrópuríki funda um kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Og þarna vinna mörg þúsund mans, er það ekki?  Sorglegt.

Sigrún Jónsdóttir, 22.2.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Tugir þúsunda. Raunar talað um að um 200 000 manns verði sagt upp eða missi atvinnuna vegna þessa. EKki bara í Svíþjóð, heldur og í Bandaríkjunum og öðrum löndum sem hafa umboð fyrir Saab.

Baldur Gautur Baldursson, 23.2.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband