"Græðgin er söm við sig, jafnvel þótt þeir séu gamlir og illa tenntir"

Það er ljótt að heyra og hryggilegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt þann dug að hefja málsókn gegn Bretum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dugleysið brýtur niður móralinn og tekur frá íslensku þjóðinni það sem hún virkilega þarfnast mest á að halda nú: Samstöðu og von.  Íslenska þjóðin er vonlítil nú. Stjórnmálamenn reyna að halda í gamla tímann með málþófi á þingi, nýju sóparnir eru ekki notaðir og flest bendir til að leitast sé við að halda "status quo" í stjórnkerfinu. Nokkrir þingmenn hafa dug og áræðni að gefa sig að endurskipulagningu og hlusta á raddir fólksins, meðan aðrir reyna hvað þeir geta að nota málþóf og flokkaklæki til að halda aftur af umbótafólki. Íslenska þjóðin þurfti virkilega á þessari málsókn að halda. 

Það að Gordon Brown og bresk stjórnvöld spörkuðu í okkur liggjandi, er ófyrirgefanlegt, um leið og við vorum sem þjóð svartmáluð sem glæpamenn og óráðsíufólk. Þetta á við um nokkra einstaklinga en EKKI alla þjóðina.  Við erum hið besta friðelskandi fólk, þótt auðvitað finnist svartir sauðir inn á milli. 

Uppreisn æru og orðstýs var það sem íslenska þjóðin þurfti helst. Kostnaðurinn var metinn á 200 milljónir króna við slíka málsókn. Með það í huga að íbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í New York kostaði yfir milljarð króna eru þetta smápeningar.  Í Hávamálum er orðstýr og æra metin hæst alls. Þetta hefur ekki breyst. Hvers vegna fékk ekki Ísland, íslensk þjóð að njóta þess að hefja þessa málsókn á hendur Bretum.  Var það IMF sem sagði íslensku stjórnvöldum að þau MÆTTU ekki gera það án þess að taka heftarlegum endurgjöldum og refsingum frá þeim illa sjóði.

Allt er þetta of gegnsætt. Bretar og ESB notuðu IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðinn) til skrúfa enn harðar á Íslendingum þumalskrúfuna, svo hart að Íslendingar áttu enga samningastöðu. Af hverju fengu Íslendingar ekki lánafyrirgreiðslu fyrr en svo seint sem raun ber vitni um?  Voru það ekki Bretar og ESB sem vildu knésetja litla Ísland?  Það er mat margra fræðimanna, því miður. Bretar völdu sér blóraböggul sem þeir réðu við. Bretar eru hjómið eitt í alþjóða samskiptum, lifa á fornri frægð. "Hátt lætur í tómri tunnu" eins og máltækið segir. Það sannast með Breta. Því hefði það verið hollt Íslendingum og Bretum að farið hefði verið út í málsókn.  Margir segja að málið hefði verið auðunnið.  Þetta er sárt!   Að Bretar með Gordon Brown spörkuðu í liggjandi Ísland, niðurlægðu og kvöldu er lýsandi fyrir þann sem ræðst á minni máttar til að hefja sig á stall.

Ég minnist í þessu sambandi á orð "járnkanslarans" þýska Bismarcks en hann sagði um Ítali sem réðust á frumstæðar þjóðir Afríku í upphafi 20. aldar:  "Græðgin er söm við sig, jafnvel þótt þeir séu gamlir og illa tenntir."


mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þetta á við um nokkra einstaklinga en EKKI alla þjóðina.  Við erum hið besta friðelskandi fólk, þótt auðvitað finnist svartir sauðir inn á milli. 

Það sorglega í þessu dæmi er að þessi "nokkrir einstaklingar" gátu unnið skelfileg spellivirki vegna valdastöðu sinnar sem stjórnendur bankanna. Hafi þeir verið að dæla stórum fjárhæðum út úr breskum bönkum til að bjarga sér annars staðar þá gerðist það ekki alfarið í kyrrþey. Fjármálaeftirlitið gerði viðvart að "something fishy" væri í gangi í dótturfélagi Kaupþings.

Þrátt fyrir yfirborðslegt bjartsýnistal íslenskra stjórnmálamanna og fjármálamanna, þá var brotsjór á leiðinni og í ljósi þeirrar vitneskju mátti vænta þess að Bretar snerust til varnar þegar íslensku bankaeigendurnir ætluðu að redda sér með því að hirða innstæður í útibúum sínum og dótturfélögum í Evrópu.

Aðgerðir íslensku bankamannanna voru þá glæpsamlegar í augum breskra stjórnvalda. Það er bara í seinni tíð sem þetta er að renna upp fyrir okkur hér heima og allir uppi að titra út af skattaskjólum og aflandsfélögum. Það voru ósköp fáir sem sáu í gegnum plottið og þeir sem það gerðu voru úthrópaðir sem öfundsjúkir og hefnigjarnir fýlupúkar.

Flosi Kristjánsson, 25.2.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: Eirikur

It was quite well know that it was very few Icelanders that brought in this great debt. In the eys of the UK Nation (the general public) that Icelanders were just that...Icelanders. There were many that thought you lived on too much "plastic" The big Jeeps, the Mansions, the summer houses. The Icelandic public did nothing more than "Lifa umfram efni". We (the UK public) never looked upon you as Terrorists.

I do however feel that the uk Government had every right to stop the laundering of money from the uk to the banks in the so called Tax havens. Someone had to stop them. The "Freezing of assets Law" was used against Landsbanki . Unfortunately it was the only law available. The same law is used against individuals and companies were are deemed to be breaking the law. In the case of Kaupthing, the initial action was to take the invested money and put it in a safe bank......

Best wishes from the UK..Hope you sort it out

Eirikur , 25.2.2009 kl. 11:18

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Flosi: Jú, það að vera á móti "útrásinni" og hugmyndafræðinni þeirri var álitið vera merki um afturhaldsama og afbrýðisama einstaklinga sem ekki væru með í nútímanum. Þessir væru eins og þú réttilega segir kallaðir "hefnigjarnir fýlupúkar". Nú var og er ég einn af þessum "fýlupúkum" sem síðar hefur komið á daginn að höfðum ekki svo rangt fyrir okkur. Ég tel að bjartsýnistalið var bara forleikur þess sem koma skyldi og "rauða ljósið" fyrir þá sem áttu mest af fjármunum og eignum til að koma þessum eignum sínum undan. Þannig sé ég það í dag.

Eiríkur: Many thanks for you "corrections" on my short and "moral support".  I know that the British public was and is not to blame for what happend att Downing street 10. Icelanders have allways enjoyed peaceful and good relations with the general public on the British Isles. Yet there have been accidents in our relation to the government and those have proved to be unnecessary in most cases and furthermore preventable.

It is sad that the British government attacks Iceland in this manner, the attack itself being obviously unjust and foul.

Baldur Gautur Baldursson, 25.2.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband