Bíðið við: Kemur þetta ykkur á óvart?

Mér verður flökurt! 

Ég vona að þessar fréttir komi ekki fólki gersamlega á óvart, því slíkt væri grunnhyggni. Ég held að frá því að efnahagshrunið var staðreynd á Mikjálsmessu (29. sept) hafi ég í raun búist við því að einhverjir kæmust að því hversu spillingin var algjör.  Mér var sagt við upphaf málsins, þá er ég sagði að leita ætti fjármuna á erlendum reikningum á Jómfrúreyjum, Cayman Island, Liechtenstein og öðrum skattaparadísum, því eðli spillingar er jú alltaf það sama. Skiptir engu á hvaða tímum við lifum, spillingareðlið er hið sama: Reynt er að græða með óheilindum og siðleysi á tá og fingri þar til allt er að bresta. Þá er hlaupið í skjól og vanþekkingu kennt um.  Síðan hverfa þessir bófar undir jörðina og lifa í hamingjusamri spillingu í fjarlægum löndum. 

Nú vona ég að íslenska þjóðin sæki sitt réttlæti og svífist einskis. 


mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég á von að þeir sem tengist spillingunni verði boðaðir til réttarhalda um sumarið og mæti þeir ekki verði gefin út handtökuskipun á þá. Menn skyldu ekki vanmeta íslenskt dómskerfi sem er með því betra sem þekkist.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: el-Toro

sjáið til.  það verður engin ákærður.  ísland er banana lýðveldi.  allt of fáir eru með puttana í öllum málunum tengdum bönkunum.  það þarf ekki nema tvö símtöl til að stöðva kæru á hendur bönkunum.  svona er ísland í dag, hvort sem menn vilja trúa því eður ey.

el-Toro, 7.3.2009 kl. 00:56

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég veit ekki hvers við eigum að vænta.  Verður öllu stungið undir stól og sagt að þetta bara "var svona þá - getum við ekki bara verið vinir"-frasar eða verður rannsóknin lögð niður áður en hún leiðir til eins eða neins?    Til málshöfðunar mun aldrei koma, til þess er samtrygging stjórnmálamanna of sterk. 

Baldur Gautur Baldursson, 7.3.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband