Bambar

Þegar ég vaknaði í morgun varð mér lítið út og sá ég þá þessi dádýr skoppandi um í skóginum sem skilur að götuna mína og litla stöðuvatnið Lappkärret (sem er á stærð við hálfa Tjörnina í Reykjavík).

DSCF2020

Litlu fallegu hirtirnir sem hafa verið að skoppa hér í skóginum eru kallaðir rovdjur hérna úti og eru til út um alla Svíðþjóð og mest alla Evrópu. Latneska heitið er (Capreolus capreolus) og eru dýrin lítil og létt eða um 20-30 kg.  Hérna fyrir utan húsið þar sem ég bý á Norra Djurgårdslandet hafa fjögur dýr verið að trítla þetta fram og til baka í fæðuleit í morgun.  Datt í hug að skella in mynd af tveimur þeirra. Eins og sjá má hefur snjóað hérna og verður ekkert lát á snjókomunni fyrr en eftir 2 daga. 

DSCF2022


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Yndislegt að búa í borg en vera samt með náttúruna svona beint í æð

, 12.3.2009 kl. 10:05

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Tek undir þetta með villt dýralíf í borgum. Hér í DíSí eru það dádýr og íkornar enda ógirtur þjóðgarður sem liggur í gegnum borgina. Dádýrin kunna ekki umferðarreglurnar.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 12.3.2009 kl. 18:36

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Yndislegar skepnur.

Sólveig Hannesdóttir, 12.3.2009 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband