Inquistior Joly

... quoniam punitio non refertur primo et per se in correctionem et bonum eius qui punitur, sed in bonum publicum ut alij terreantur, et a malis committendis avocentur.

(Lauslega snúið á íslensku:"... ekki bara til góða hinum [seka] og til að refsa honum heldur til góða hinum almenna borgara, að hann óttist og haldi sig frá vondum verkum.")

Svo hljóða orðin úr handbók rannsóknara Hins heilaga rómversk katólska rannsóknarréttar frá 16. öldinni. Orðin eiga við um Ísland í dag.  Þetta er hryllilega sorglegt, en vissulega satt. Veiðarnar eru hafnar. Engu skal þyrmt til að fletta ofan af skjólshúsum og skúmaskotum fjárglæframanna. Engu! 

Hreinsunin á að vera algjör, engum skal þyrmt. Spillingin verður að hreinsast burt og svo grimmilega skal gegnið fram að þetta verði öðrum til viðvörunar. Fréttir af rannsóknarnefndum og skilanefndum sem búa erlendis á 5 * hótelum vekur einungis viðbjóð!  Hingað og ekki lengra. Þetta má ekki ganga svona lengur.

Nú er bara fyrir Evu Joly að setja upp gúmmíhandskana því skíturinn er mikill og spillingin algjör.  Burt með hina íslensku nómenklátúru!

 


mbl.is Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Auðvita fær hún að rannsaka alla nema, alþingismenn, fyrrum ráðherra og seðlabankastjóra osfrv.  Alþingi þarf að samþykkja fjárveitingu til hennar og yfir 20 manna liði hennar?  Eitthvað mun það dragast, af tæknilegum ástæðum auðvita. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.3.2009 kl. 12:35

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Erlendur, óháður rannsóknaraðili, var það sem almenningur krafðist frá byrjun.  Nú er loksins farið að hlusta.

Sigrún Jónsdóttir, 18.3.2009 kl. 15:22

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

...og járnglófa undir gúmhanskana

Finnur Bárðarson, 18.3.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband