Hin "franska fálkaorða"?

Eru Moggamenn alveg að sleppa sér!  Heiðursmerki frönsku Heiðursfylkingarinnar eða Legion d'Honneurog Fálkaorðan okkar íslenska eru vissulega  æðsti heiður sem löndin sýna borgurum sínum og borgurum annarra landa. En þar skilur líka að.

Útlit og upphaf þessara orða vísar í sínar tvær áttirnar. Önnur á upphaf sitt á róstutímum Frönsku byltingarinnar þegar kirkja og konungdæmið voru næstum því jafn hataðar stofnanir. Því er Heiðursfylkingarmerkið ekki kross, riddarakross eða hvað maður vill kalla það, heldur "heiðursmerki". Fálkaorðan er hinsvegar stofnuð (1921) af danska konunginum Kristjáni X og þar með konunglegt upphaf.  Orðan er krossformuð og byggir þar með á kristnum gildum og grunni.  


mbl.is Frakkar heiðra hermann sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Já ég var ekki alveg að gúddera þessa líkingu né þýðingu hjá mbl...

Skaz, 19.3.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband