Svo fór að snjóa aftur í Stokkhólmi

Ég verð að játa að mér finnst þetta orðið svolítið leiðigjarnt og farið að minna ískyggilega á íslenskt veðurfar.  Fyrir nokkrum dögum var +7°C og rjómablíða hér í borg. Núna hefur þessi kærkomni hiti horfið og í morgun var snjór yfir öllu og -3°C.  Vetrarlegt ekki satt?

DSCF2017

Tók þessa mynd í ljósaskiptunum eldsnemma í morgun. Horft til suð-austurs af svölunum mínum, út yfir Lappkärret. Í fjarska gefur að líta fjarvarmastrompa í Stór-Stokkhólmi og "Gömlu gasklukkuna" sem stendur í hverfinu Hjorthagen. [BGB]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er vonandi bara Íslenskt "Páskahret" sem þið hafið fengið að kynnast þarna....Við fáum okkar, þótt það verði ekki fyrr en um Hvítasunnu

Sigrún Jónsdóttir, 23.3.2009 kl. 10:26

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Þetta er búið að vera svona rokkandi hér í DíSí líka og á útmánuðum orðinn hálfgerður grámi alla daga eins og á Íslandi. En nú er sólin farin að skína oftar þó hitastigið sé óstöðugt. Stuttermabolaveður var í gær en flíspeysugerðin í dag. Viðurkenni að ég er tvisvar búin að setja á mig sólarvörn síðustu dagana.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 23.3.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband