Burt með strætó! Íslendingar kunna hvort eð er ekkert að nota strætó!

Þar sem Íslendingum virðist ógerlegt að skilja mikilvægi almenningssamgangna, þar sem þeir geta ekki slitið sig frá einkabilunum og þar með lækkað heimiliskostnaðinn og um leið stuðlað að því að lækka mánaðakortsverðið í strætó, eiga þeir ekkert betra skilið en að frá þeim verði teknir strætóarnir.

Ég er að velta því fyrir mér oft hvað við Íslendingar lifum óhollt. Við hreyfum okkur lítið, skutlumst í prívatbílum hingað og þangað, mengum loftslagið með þessari hegðun, af enn meira afli en ella.  Ég tel við núverandi ástand, að borgaryfirvöldum og bæjarfélögunum kringum Reykjavík sé óskilið að veita þá þjónustu sem nú er veitt.  Það er leitt að hugsa til þeirra sem ekki eiga bíl, en hægt væri um leið og strætó verði lagður niður að lækka verð á leigubílum, þar sem þeir jú verða einir um markaðinn. 

Bestu kveðjur úr sæluríki almenningssamgangna.  :)

 


mbl.is Eigið fé Strætó bs. neikvætt um 57% af eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Hvað er langt síðan þú tókst strætó á Íslandi ?  Það eru komnar á annað hundrað ástæður fyrir því af hverju strætó er ekki notaður á Íslandi.

Allt varðandi strætó hefur farið lóðbeint niður á við undanfarin 20-30 ár. 

Þjónustan er verri, sumir bílstjóranna tala hvorki íslensku né ensku.  Þó held ég að þeim hafi fækkað eitthvað í kreppunni.

Vagnarnir eru hörmulega hannaðir, það getur enginn lagt frá sér töskur eða innkaupapoka nema hindra í leiðinni gangveginn eða næsta sæti. Sætin eru grjóthörð, að sögn vegna þess að svampsæti eru skorin í klessu.  Hafa þessir aðillar aldrei heyrt um myndavélar með upptöku ?!? Þannig er það veit ég í Köben og gott ef ekki Stokkhólmi líka, tók bara svo lítið strætó þar, var aðallega í lestunum.

  Ég er í meðalhæð fullorðinna karlmanna í landinu og get ekki setið með fæturna beina í neinum vagni nema ef hann er 18 ára gömul Scania (þessar sem Stönnuðu) og hafa þær horfið gersamlega undanfarin misseri.

Leiðarkerfið er fundið út með túrbó intercooler jeppa sem þeyst er um göturnar án þess að stoppa við stoppistöðvar (ég er EKKI að ljúga), nokkuð sem stjórnendur með vott af gáfum hefðu aldrei látið viðgangast.

Skiptimiðinn virkar allt of stutt, þar er engin leið fyrir fólk að taka strætó stundum og spara, verðið er allt of hátt. Viðkvæðið er ,,Taktu eingöngu strætó eða slepptu því".

Sífelldar farþegatalningar eru í gangi,  síðan er leiðunum, númerunum á vögnunum, ferðatíðni og tímatöflunni breytt nokkrum sinnum á ári þannig að loksins þegar einhver er búinn að fá smá tilfinningu fyrir því hvernig kerfið gengur upp þá er því öllu snúið á haus.  Flest allar breytingarnar ganga út á fækkun ferða.  Auk þess var fyrir löngu talað um það að oft fara 3 vagnar með 4 mínútna millbili sömu leið þegar það er hálftími á milli ferða hjá þeim, þetta átti að stoppa en viðgengst enn í stórum stíl.

Innibiðstöðvar eru orðnar 1, já EIN!.  Hlemmur, punktur.  ALLT hitt er horfið.

Þessar ástæður eru þær sem ég nenni að skrifa með hraði, kannski nennir einhver að bæta við fleirum.

Ég sendi öfundarkveðjur til Stokkhólms.  Getum við fengið einhvern af fólkinu sem stjórnar strætó þar til að koma og sparka duglega í rassgatið á stjórnendunum hér ?

B Ewing, 2.4.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Jasså, þið segið nokkuð. Nú er ég á leið til Íslands eftir nokkra daga. Þá verður athugavert að skoða málið og spyrjast fyrir!   :)

Baldur Gautur Baldursson, 2.4.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Kristbjörn Egilsson

Þú átt gott þarna í Svíþjóð á fleygiferð um bæinn og þarft aldrei að híma eftir vagni meira en 5 mín.

Um páskana verður fjör hjá okkur Reykvíkingum þá setur Hanna Birna á okkur útigöngubann. Engar strætó ferðir á föstudaginn langa og á páskadag. Þetta er alveg satt svona eru samgöngumálin í nyrstu höfuðborg jarðarkringlunnar.

Ég sé fyrir mér páskatúristana okkar sem fylla hótelin og dæla peningum inn í borgina. Gaman hjá þeim. Ég hangi bara heima og ligg á bæn eins og hinir sannkristnu borgarfulltrúar. KE

Kristbjörn Egilsson, 2.4.2009 kl. 21:49

4 Smámynd: Kristbjörn Egilsson

Ég vil líka vara þig við því á sunnudögum byrja vagnarnir ekki að ganga fyrr en undir hádegi og eru þá á klukkustundar fresti, sama á við öll kvöld.  Ergó hér er enginn strætó heldur bara rútuferðir á stangli.

Kristbjörn Egilsson, 2.4.2009 kl. 21:58

5 Smámynd: B Ewing

Verð að leiðrétta sjálfan mig.  Ég mundi ekki eftir Mjóddinni í gær, en sú biðstöð er sannanlega innandyra.  Þær stöðvar sem eru hins vegar horfnar eru til dæmis Lækjartorg, Ártún, Grensás og Hamraborg.  Allt saman voru þetta nauðsynlegar stöðvar einu sinni en hafa dáið drottni sínum ein af annari.

B Ewing, 3.4.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband