Flaggað í hálfa stöng við Valhöll...

Líklega var alltaf flaggað í hálfa stöng við Valhöll þar sem allar [útrásar]hetjur sem féllu fóru þangað, eða réttara sagt voru sóttir af valkyrjum hins hæsta guðs norrænnar trúar, Óðins. Líklega er munurinn ekki svo mikill nú og þá. Hinir föllnu eiga hvílustað sinn í véum Valhallar og einatt flaggað þar í hálfa stöng. 

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins eru sorgarhús. Snorrabúð er stekkur og úthverfi Reykjavíkur draugahverfi. Slíkur er arfur stjórnmálaflokks sem fullmeðvitaður horfði fram í þoku íslensks atvinnu- og efnahagslífs og keyrði síðan þjóðarskútuna með fullu afli inn í þokuna. Svo strandaði allt og hver hafði verið í brúnni við sjálft stýrið var ekki ljóst, enda höfðu allir hag af því að engum yrði refsað. Ekki væri gott ef einhver myndi tala út um skukkið, spillinguna og óendanlegan viðbjóðinn sem vellur sem gröftur úr ljótu kýli.


mbl.is Margir ætla að skila auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband