Veruleikafirring af verstu tegund

Ég sit hérna heima og er að velta því fyrir mér hvort Þorgerðu Katrín, Tryggvi Þór og Bjarni Ben flokkbræður hennar séu gersamlega gengin af göflunum. Ráðaleysið er komið í blóðið og farið að orsaka brenglun í allri rökhugsun sjálfstæðismanna og kvenna.  Þetta er reyndar á mörkum þess að maður finni til með flokkinum og þeim ógöngum sem hann er kominn í, málefnalega og rökfræðilega.  Meðan verið er að draga saman í þungaiðnaði, framleiðslu bíla og fjöldauppsögnum hundruða þúsunda verkamanna erlendis - eru sjálfstæðismenn að neita staðreyndum.

Það er verið að loka bílaverksmiðjum, flugvélaverksmiðjum, skipasmíðastöðvum út um allan heim. Ef þjóðir heims héldu að allt myndi rétta úr kútnum eftir tvö ár, er ljóst að verkmiðjunum yrði haldið í gangi, en svo er ekki.  Allur iðnaður í heiminum er að taka stakkaskiptum. Hann er að dragast saman og þar með að lúta þeim lögmálum sem heimskreppan er að beygjast undir. Ný lögmál, nýir atvinnuhættir. Að byggja álver er svo gersamlega að skjóta sig í fótinn og svo léleg byggðastefna að nær er að kalla forheimsku af versta tagi. 

Ég hef samúð með sjálfstæðisflokkinum, vegna þess að þeir eru sorglegir.

Þeir eru eins og kóngur sem ríkt hefur sín bestu ár og nú býr í lítilli íbúð í skuggalegu hverfi og sendir þaðan skipunarbréf og úrskurði til samfélags sem hann ríkir ekki yfir lengur.


mbl.is Álið leysir vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband