Loftbelgshrap

Á föstudagskvöld um klukkan hálf átta sat ég ásamt nokkrum vinum niðri á strönd við Saltsjön, nærri Lappkärrsbergsstúdentahverfinu á Norra-Djurgården. Við grilluðum pulsur og nutum hitans og blíðunnar.

Í fjarska, yfir Djurgårdsskóginum sáum við hvar tveir loftbelgir svifu frekar lágt yfir trén og virtust heldur lækka svifið. DSCF2247Þeir sem sáu um flug þessara loftbelgja virtust ekki hafa neinar áhyggjur því báðir belgirnir lækkuðu jafnt og þétt svifið þaðan sem þeim komu úr suðaustri frá Lidingö eða Syðra- Djurgården landinu og svifu inn yfir Saltsjön. Við Tranholmen voru loftbelgirnir komnir ískyggilega nálægt sjónum eða um það bil 3 m yfir yfirborðinu.

Sá fyrri af belgunum náði að lyfta sér upp áður en komið var að skógarþykkni sem tekur við þegar komið er að byggðinni í Stockby, Djursholm og Långängen. Hvarf sá belgur sjónum okkar, en þá var komið að þeim næsta, sem var sýnu stærri og með talsvert stærri farþegakörfu. Sá náði ekki að lyfta sér í tíma.

Ljóst var að í óefni var komið og leið ekki að löngu en að sá belgur var kominn að Stocksund byggðinni. Fjarlægðin milli okkar og lofbelgsins var um 1.2 km. Var ljóst að þegar hér var komið við sögu að "flugmenn" höfðu tapað stjórn á lofbelgnum.

DSCF2255

Eftir um 2 mínútur sáum við hvar loftbelgurinn hafði snert jörðu og byrjaði að hallast umtalsvert. Mikið var reynt að kynda upp þannig að belgurinn mætti lyftast á ný en allt kom fyrir ekki. Árangurslaust var dælt inn heitu lofti eða í um 3 mínútur.  Vindurinn lagði samtímis belginn meir og meir saman og gerði það augljóslega "flugmönnum" erfitt fyrir verkum.

Loftbelgurinn var nú fastur á litlum tanga, líklega nálægt Svanholmen eða strandsvæði norð-austan við Långängsvägen.  Belgurinn bleiki merktur "SKHLMN" frá fyrirtækinu "Upp och ner" sat nú fastur. Ekkert virtist geta orðið farþegum og starfsmönnum til bjargar.

Næsta og síðasta myndin sýnir þar sem belgurinn hefur tapað svifkrafti sínum og er að falla saman. Hvað varð um farþega veit maður ekki, ekki hefur verið tilkynnt um nein meiðsli eða slíkt í fréttum, en sannarlega var forvitnilegt að sjá þessa atburðarrás.

DSCF2257

Óhappaferðir ætti fyrirtækið að heita, því slys og ólukkur hafa fylgt því núna sl. ár. Í fyrrasumar lenti fyrirtækið í fjölmiðlum vegna bíræfni og fyrir að sinna ekki og taka ekki alvarlega óhagstæða veðurspá. Hröktust þá loftbelgir út og suður og lentu í hrakningum.

 

 

Myndir/photos: 

© Baldur Baldursson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband