Íslenskur heimilisiðnaður!

Sko sjálfsbjargarviðleitnina. Fólk er að rækta heima og virðist hafa græna fingur við iðn sína.  Verst að fólkið er að rækta forboðna söluvöru, annars væri þetta lofsvert.  Alltaf gaman að sjá hvað fólk getur verið iðið og duglegt.  Unga kynslóðin áhugasöm og búin þegar að setja upp viðskiptanet og framtíðar viðskiptavinir bíða eftir framleiðslunni.  EN eins og ég segi, því miður er varan forboðin og ólögleg. Ég velti því fyrir mér hvort ákefðin og áhugasemin væri sú sama ef um væri að ræða stjúpur eða morgunfrúr, rabbarbari eða blómkál?
mbl.is Kannabisræktun í Berufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Einmitt.... æji þarna fórstu alveg með þetta   

Karlsstaða málið er sorglegt skólabókardæmi og varnaður til komandi kynslóða.

Baldur Gautur Baldursson, 7.5.2009 kl. 18:54

2 Smámynd:

Það væri nú aldeilis flott ef þetta væri grænmetisræktun af öðru tagi. En það er greinilega hægt að rækta nytjajurtir hvar sem er á landinu. Þá er bara að þjóðnýta kannabisgróðurhúsin til grænmetisræktunar

, 7.5.2009 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband