Helför og hugsanafrelsi

Oft er tönglast á því hversu víðsýn við erum á Vesturlöndum, að dómskerfið okkar sé gott og réttlátt og að frelsið sé varðveitt í stjórnarskrám og lagatextum. En er þetta virkilega svo. Ég var í Tyrklandi núna á dögunum. Umræðan um aðild Tyrklands að ESB er hávær þar og vilja margir með, svona til að hleypa Tyrklandi inn í Evrópu. Ottómanska ríkið náði næstum því að taka Vínarborg fyrir þremur öldum, en urðu frá að hverfa.  Núna vilja þeir komast lengra inn í Evrópu - með klókindum í stað vopnavalds. Ef Tyrkjum yrði hleypt með í ESB yrðu þeir annað fjölmennasta land bandalagsins og eftir um 10 ár líklega það stærsta. 

En það er þetta með Tyrkina. Enginn vill hafa þá með af því að þeir eru sagðir brjóta á mannréttindum fólks, stýra hugsunum og bæla niður ný þjóðfélagsöfl. Stjórnmálaflokkar sem eru með aðra stefnu en var mörkuð 1923 þegar Kemal Atatürk stofnaði lýðveldið og sekúlariseraði (hafnaði þátttöku trúarhreyfinga í stjórnmálum) samfélagið er hafnað, þeir bannaðir því þeir stríði gegn meginhugmyndafræði þeirra sem liggur að baki hins nútíma Tyrklands.

Það er bannað að tala illa um Kemal Atatürk, það sem hann gerði og sagði og liggur þar við fangelsissvipting.  Tyrkir hafa löngum sömuleiðis hafnað að nokkurt þjóðarmorð hafi átt sér stað í 1915 á Armenum. Það eru svona hlutir sem ég vil draga fram í ljósið. Nú þegar fólk á vesturlöndum er á sama hátt beitt órétti fyrir hugsanir sínar.

Prentfrelsi og hugsanafrelsi er ekki til á Vesturlöndum, ekki frekar en í Kína, Tyrklandi, Spáni eða í Bandaríkjunum. Í Þýskalandi er bannað að vera nasisti og víða er sömuleiðis bannað að eiga eða bera fána nasista. Við vitum öll hvaða hörmungum sú stefna er kölluð er nasismi olli á stríðsárunum á fyrri hluta síðustu aldar.  Því má aldrei gleyma eða reyna að hjúpa í umbúðir sögufölsunar.  Nasistar beittu ritskoðunum, þeir bönnuðu vissa skoðanir og stjórnmálaöfl. Þeir sögðu fólki hvernig það ætti að hugsa. Erum við nokkuð betri þegar við í dag bönnum og til og með refsum fólki fyrir hugsanir sínar.  Að hafna að helförin, þar sem milljónir Gyðinga, Sígauna, Tatara og annarra kynþátta og þjóðarbrota voru myrtar, segir meira um lélega söguþekkingu og gáfnafar en að þessi manneskja sé hættuleg.  Svo lengi við gleymum ekki ódæðisverkum fyrri tíma munum við ekki endurtaka slíkar hörmungar. Réttlátt samfélag, þar sem jöfnuður, víðsýni, þekking og almennt hátt menntunarstig prýðir samfélagið, minnkar áhættan á því að fólk komi fram með skrýtnar hugmyndir sem afhjúpa grunnhyggni þeirra og vankunnáttu.

Bönnum ekki hugsanir. Bönnum ekki fólki að hugsa, menntum það heldur. 


mbl.is Árásarmaðurinn sagður afneita helförinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með menntun þá missir þú djobbið sem prestur, menntun er helsti andstæðingur dogma.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 08:53

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hvaða hugsanir eru bannaðar?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.6.2009 kl. 09:44

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það er bannað að tala um hugsanir sínar og hugmyndafrelsi er ekki til. Þetta var kannski ekki nógu skírt hjá mér!  :)   

Baldur Gautur Baldursson, 11.6.2009 kl. 13:19

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

hmm.. hvar er það bannað? greinin þín er mjög góð en skil ekki alveg hvað þú meinar með þessu?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.6.2009 kl. 15:22

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það er bannað að láta í ljós skoðanir sínar þar sem þær eru taldar hættulegar samfélagsreglu og skipaninni, eða svo á skjön við hið víðtekna að þær séu ekki hæfar.

Baldur Gautur Baldursson, 11.6.2009 kl. 19:25

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Baldur. Fólk virðist ekki vita að skoðana og tjáfrelsi er ekki sjálfsagt allsstaðar. þú ert greinilega með sýn á lífið frá ýmsum hliðum og er gott að þú prófar að deila henni til okkar.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.6.2009 kl. 19:41

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Anna Sigríður ég veit alveg að það er ekki sjálfsagt alls staðar en hann er að tala um hér er það ekki eða hvað?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.6.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband