Íslendingar við sultarmörk erlendis

Margir námsmenn hafa nú hrökklast úr námi. Orsökin er óhagstæður gengismunur íslensku krónunnar og erlendra gjaldmiðla sem og reiknilíkan LÍN.  Lánasjóðurinn er harður við námsmenn og reglurnar sem hann vinnur eftir gersamlega úr takt við aðstæður skjólstæðinga sinna.  Ríkið hefur gert sér grein fyrir ástandinu en ekkert er aðhafst.  Byrjum á að taka peninga úr vita vonlausum verkefnum. Leggjum niður starfslaunasjóð listamanna t.d.  og leggjum peningana þá í LÍN.  Bara ein hugmynd um hvað gera má tímabundið til að afla fjármunum til að létta námsmönnum erlendis lífið og gæta að því að þeir eigi einhverja framtíð á Íslandi eftir nám en flýi ekki til annarra landa með þekkingu sína og kunskap.

 


mbl.is Segir sig úr stjórn LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Hey já - djöf.... er það sniðug hugmynd. Greinilegt að menn þurfa að skoða hlutina í smá fjarlægð til að koma auga á möguleikana. Stingtu þessu að henni Kötu mennntó.

, 12.6.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Páll Jónsson

Mætti ekki spara einhverja peninga í þjóðkirkjunni líka? Veit ekki hversu hrifinn þú ert af hugmyndinni Baldur en mér finnst alltaf svolítið vafasamt þegar ágætlega launuð starfsstétt eins og prestar taka þóknun fyrir öll möguleg og ómöguleg viðvik.

Páll Jónsson, 12.6.2009 kl. 23:28

3 Smámynd: Páll Jónsson

Tryggvi: LÍN tryggir mönnum eins og mér tækifæri til að mennta sig. Er einhver leið álitlegri úr kreppu heldur en menntun?

Páll Jónsson, 13.6.2009 kl. 00:37

4 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Námsmenn lifa ekki á ríkinu. Ástæðan er einföld - þeir borga peningana til baka.
Morgundagurinn rennur ekki upp á Íslandi ef við hættum að mennta fólk. Ísland getur ekki fullnægt menntunarþörfinni þó námsframboð sé mikið því vegna smæðar landsins er ekki hægt að bjóða fram þá breidd í menntun sem nauðsynleg er. Það hefur alltaf þótt styrkur íslenskra sérfræðínga að þeir sækja menntun sína víða. Það er talinn styrkur fyrir menntuninn innanlands að sérfræðingar hafi lært erlendis. Nám við erlenda skóla er heldur betur ekki ókeypis og það geta fáir safnað sér fyrir. Enda væri lítið gagn að menntuninni ef hún er sótt við lok starfsævinnar.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 13.6.2009 kl. 01:23

5 Smámynd: Dóra

Það má nú ekki gleyma öryrkjum og ellilífeyrisþegum sem búa í DK sem eru búnir að skila sínu til Íslands .. Borga skatta og útsvar á Íslandi en fá ekkert nema 60% skerðingu og svo hefur verð síðust 9 mánuði.... Hér er fólk við meira en fátækramörkin og fá enga hjálp eða áheyrn.. Greinilega búið að loka á okkur..

Nei hér er enginn lúxus get ég sagt þér góður... Námsmen eru námsmenn þeir völdu þá leið.. Við völdum ekki að missa heilsuna .. En ef þú finnur mína þá er ég sko meira en til í að fá hana aftur..

kveðja frá Danmörku Dóra öryrki

Dóra, 13.6.2009 kl. 02:21

6 Smámynd: Hanna

Mér dettur í hug hvort Öryrkjar eða ellilífeyrisþegar sem eru og ætla sér að vera búsettir í Danmörku áfram, ættu ekki að skoða þann kost að fá danskan ríkisborgararétt. Með því ættu þeir að fá réttindi til framfærslu í Danmörku? Eða hvað? Spyr sá sem ekki veit.

Hanna, 13.6.2009 kl. 10:13

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta með þjóðkirkjuna er góð hugmynd. Skilji ríki og kirkja í dag er kirkjan búin að spila svo illa út spilunum sínum að hún á ekki rétt til eins eða neins fyrir utan þessar litlu skika kringum prestssetrin.  Svo þetta er stórgóð hugmynd. Slítum sambandi ríkis og kirkju og sjáum hvað gerist. Þannig var það í upphafi og þannig á það að vera í dag.

Baldur Gautur Baldursson, 13.6.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband