Hundar, aftur!

Mér er bara spurn, af hverju eru ekki yfirvöld spurð hvort hundar séu leyfðir eða ekki á Geirsnefi?   Hvað er fólk að stympast þetta. Margt bendir til þess, útifrá skiltunum sem sett voru upp og sjá má í fréttamyndbandinu, að hundar séu bannaðir þarna núna yfir hábjargræðistímann þá er borgin selur veiðileyfi í Elliðaárnar. Þá er ekki nema eðlilegt að hundar séu bannaðir, þar sem þeir leggist til sunds og fæli laxinn frá uppgöngu í árnar.

Umferðarskilti setur enginn upp ef ekki er undangengið leyfi Gatnamálastjóra (Vegagerðarinnar). Svo eitthvert yfirvald hlýtur að hafa tekið stjórnvaldslega ákvörðun um málið. Það er þá bara að finna þá persónu eða það yfirvald og spyrja út í málið, enn ekki rífast og keyra yfir hundgreyin sem ekki kunna að lesa.

Spurningin er þá hvað skuli gera við selinn sem liggur niðri við árósana og étur lax á færibandi?  


mbl.is Styrjöld á Geirsnefi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Heyrðu vinur, hundaeigendur borga leigu fyrir þessa lóð, þetta er nátturulega bara fáranlegt.

Borgin getur ekki bæði selt leigu til hunda og svo bannað þeim að vera þar því þeir eru að leigja öðrum svæðið. Það segir sig sjálft.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.6.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: corvus corax

Hundaeigendur borga enga leigu fyrir þessa lóð, þeir borga leyfisgjald til að halda hund en ekki fyrir einstakar lóðir ...eða það eru upplýsingar sem ég fékk í borgarkerfinu. Hins vegar er það fáránlegt að svæðinu skuli ekki lokað fyrir annarri umferð en umferð hunda og eigenda þeirra og að ekki skuli sett upp hundaheld girðing meðfram Elliðaánum á austurbakka Geirsnefsins yfir veiðitímann. Þá komast hundarnir ekki í aðalkvísl ánna og þarf ekkert að rífast meira um þetta. Látum hundafólkið í friði með hundana sína á Geirsnefi!

corvus corax, 19.6.2009 kl. 14:08

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Rétt hjá þér corvus það er auðvita auðveld leið til að leysa þetta á þennan hátt sem þú bendir á. Hins vega fer partur af því gjaldi sem kostar að halda hund í leigu á þessari lóð.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.6.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband