Jæja, loksins fagmen!!

Nú er að sjá hvort kunnátta og lærdómur eru það sem þjóðin þarf - eða hvort við þurfum einfaldlega fólk sem brettir upp ermar og setur upp gúmmíhanskana. Hér þarf nefnilega að moka skít! Óska þeim Má og Arnóri lúkku og blessunar í erfiðu starfi. Vonandi fá þeir laun í samræmi við það sem gerist hjá þjóðinni í stað ofurlauna.

Gangi ykkur vel!


mbl.is Már skipaður seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Halldórsson

Ég veit af gamalli reynslu að klerkar ríkiskirkjunnar eru hvorki yfirburða- né athafnamenn; svona ef maður alkennir.  Auðvitað eru þeir háðir launum sínum frá skattborgurum landsins (og ekki segja mér annað en að ég, meðlimur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þurfi aðö gjalda skatt til ríkiskirkjunnar líka).  Menn geta lesið aftur í aldir og aldrei fundið neinn sem í alvöru er "í vinnu"; eins og t.d. að "moka skít".  Þess vegna skil ég þetta með "gúmmíhanskana" vel!  Ég er ekki viss um að klerkurinn hafi valið sér rétta "postula"!

Halldór Halldórsson, 26.6.2009 kl. 20:25

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Nei en þegar svo er komið sem nú, á maður bara vonina eftir. Og ef ríkisstjórninni lukkas ekki að eyða henni - er hún það eina sem Íslendingar eiga. Ég bara vona að þessir menn í Seðlabanka reynist duglegir piltar.

Baldur Gautur Baldursson, 27.6.2009 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband