Hversu oft þarf að segja þetta: við berum enga ábyrgð!

Orð skulu standa. Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir orðheldni sína. Þegar við setjum stafi okkar við samkomulag og staðfestum það þannig, má út frá því ganga að við séum menn orða okkar. Þannig hefur það verið og þannig á það að vera. 

Nú hefur komið fram að ekkert samkomulag er til fyrir ICESAVE og engin skrifleg staðfesting á því að Ísland hafi gengist formlega undir ábyrgðir af einu eða neinu tagi. Íslendingar eru því óbundnir skv. alþjóðalögum að greiða eyri af téðum "skuldum". 

Ég skil að það geti verið erfitt fyrir ríkisstjórnir Evrópulanda að viðurkenna þetta enda slíkt sárt. Þetta kemur við pyngju þeirra Gordons Brown og kollega hans í ESB.  En af hverju eigum við að greiða spilaskuldir breskra auðkýfinga, belgískra, hollenskra, lúxembúgískra og þýskra fjárglæframanna?  Það er mér með öllu óskynsamlegt.

ESB sem oftar en einusinni hefur reynt að setja stein í veg Íslendinga og til og með sparkað í okkur liggjandi - hversvegna eigum við að hjálpa til þar þegar eigið fólk sveltur og er að missa allt sitt vegna ofurvaxta IMF (alþjóðagjaldeyrissjóðsins)?    Mér er spurn?


mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við krefjumst afsagnar Össurar Skarphéðinssonar.

Það er glæpsamlegt, að leyna svona mikilvægum gögnum, sem staðfesta að okkur ber ekki skylda til að greiða fyrir mistök ESB.

Þetta eru föðurlandssvik !

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.7.2009 kl. 07:54

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þetta en af því að þú ert nú einu sinni guðfræðingur þá langar mig að biðja þig um faglegt álit á trúarlegu inntaki og merkingu þeirra orða formanns íslensku samninganefndarinnar að við séum að "taka á okkur syndir heimsins"  eins og kemur fram í bloggfærslu minni í dag.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 07:56

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Föðurlandssvik?  Lítur hann ekki á sig fyrst of fremt sem Evrópumann?

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 07:58

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þó svo að einvher hafi sagt "við borgum" þá má bera það upp á hann og husanlega vega að hans "mannorði" en ekki þjóðarinnar allrar - enn og aftur borga ég ekki það sem ég hef ekki stofnað til og hvað þá fyrir þessa "menn" sem hafa  brosandi "riðið" þjóðinni nú undanfarin misserinn - ég segji NEI ég borga ekki þetta Icesave

Jón Snæbjörnsson, 7.7.2009 kl. 08:59

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vel mælt allir!   Ég á afskaplega erfitt með að skilja hversvegna stjórnmálamönnum er svona áfram um að gera Ísland að blóraböggli fyrir allt sem farið hefur úrskeiðis í heimskreppunni og síðan gefa erlendum leiðtogum sjálfdæmi um örlög íslenska ríkissins, lýðveldisins.

Ég vil að spilin verði lögð á borðið og drengskapur stjórnmálamanna lagður við að þeir segi satt og rétt frá.

Síðan verði efnt til Þjóðaratkvæðagreiðslu snarast.

Varðandi þetta með "að við séum að taka á okkur syndir heimsins" er bull og kjaftæði...   Þetta hefur ekkert með synd heimsins að gera. Aðeins það að fólk kunni ekki með fjármuni að fara og spiluðu rassinn úr buxunum. Í stöðu núverandi mála er ekki annað að gera en viðurkenna mistökin, hverfa úr stjórnmálum og leita sér að heiðarlegri vinnu og borga skattana sína.  Íslendingar harfa ekki gert neitt annað af sér en einmitt það sem erlend ríki hafa sömuleiðis gert, við erum bara lítil og létt að beita okkur yfirgangi og ofbeldi. 

Baldur Gautur Baldursson, 7.7.2009 kl. 14:39

6 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Var ekki til gamalt leikrit sem hét;

Við borgum ekki við borgum ekki??

Gunnar Páll Gunnarsson, 9.7.2009 kl. 14:38

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Jú, mikil ósköp!  Fyndið orð "ósköp"!

Baldur Gautur Baldursson, 10.7.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband