Knéfall Íslands fyrir ESB

Þetta er nú það furðulegasta álit sem ég hef heyrt um. Ríkisstjórnin pantar álit (og sennilega niðurstöðu). Síðan er þessu slengt framan í þjóðina sem nú þegar er bæði skattpínd og þarf að borga ofurvexti og sagt að allt sé bara í góðu lagi.

Hvenær mun íslenska krónan eflast og ná sinni fyrri verðmætastöðu gagnvart öðrum gjaldmiðlum? Og þar með námsmönnum erlendis mjög erfitt fyrir?  Hvenær munu vextir á lánum lækka á ný, eftir að IMF (Alþjóðagjaldeeyrissjóðurinn) jók greiðslubyrði Íslendinga af bankalánum? Framkvæmd sem sett hefur margar fjölskyldur í mikla greiðsluerfiðleika - ef ekki gjaldþrot og íbúðamissi.

Ég verð að segja að mér finnst þetta allt vera spil sem hefur bara eina pantaða niðurstöðu.  Ég veit ekki af hverju ríkisstjórnin er óheiðaleg mót þjóðinni og segir okkur ekki bara hvað hún vill. Það væri einfaldast þannig.  Ég tel að ástæðan sé að greiðum við ekki upp 100% ICESAVE skuldirnar og eru "vingjarnleg" við Breta, munu þeir standa gegn aðildarumsókn okkar í ESB.  Hlutur sem ég myndi EKKI gráta.

Að fórna öllu, að ganga svo á eftir ESB og einstaka aðildarlöndum þess skrímslis sem ESB er, er að mínu mati fásinna. Þjóðarstoltið er horfið. Íslendingar eru að sligast undan kröfum IMF, og nú á að leggja á okkur bagga ICESAVE og Breta.

Ég vil ekki taka þátt í slíkum skollaleik.

 


mbl.is Ríkið ræður við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband