Ljót hrollvekja um gæfusnauðar stjórnarathafnir

Nú eru sérfræðingar á öllum sviðum farnir að koma fram með yfirveguð álit sín. Faglegt mat á stöðunni er að skapast jafnt og þétt og myndin farin að skýrast. Aðferðafræði stjórnarflokks Jóhönnu Sigurðadóttur hefur fengið á sig harða gagnrýni. Stefna ESB gagnvart Íslandi hefur sömuleiðis fengið sinn skerf og verður að segjast eins og er að myndin er ekki falleg.  Þetta er ljót hrollvekja um gæfusnauðar stjórnarathafnir og vilja eftir að skipa sér á sess í sögunni án tillits til fórnarkostnaðar.

Elvira Mendez, sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands misbýður yfirgangurinn í ESB. Að einstökum löndum sé gefið sjálfdæmi í einstökum málaflokkum sem í raun skv. stefnu ESB ættu að fá umfjöllun í yfirþjóðlegum stofnunum ALLS bandalagsins.

Tek ég hér með undir orð Elviru Mendez og bið fólk að ganga hægt um ESB-gleðinnar dyr. Hér er miklar og margar hættur á ferðinni.  Best að ganga ekki til þessarar veislu.


mbl.is Misbýður umgjörðin um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband