Sumarið hálfnað...

Sumarið er hálfnað hjá mér!  Ég er búinn með helminginn af því sem ég ætlaði að afkasta í sumar. Fyrst þá gekk fermingarnámskeiðið afskaplega vel. Alls 42 fermingarbörn fermdust, þar af 4 sem skírðust líka, eftir vel lukkað siglinga- og fermingarnámskeið í Skerjagarðinum í Oscarskirkjunni hér í Stokkhólmi. Þetta var skemmtilegur hópur, bæði krakkarnir og svo leiðtogarnir sem önnuðust siglingakennsluna. Síðan vann ég í S:t Jakobskirkjunni í nokkra daga og núna er ég að leysa af tvo presta í einni af miðbæjarsöfnuðunum.   Gaman að geta orðið að liði og geta hrærst í því sem manni þykir gaman og gefandi. Núna í lok mánaðarins tek ég svo síðasta fermingarnámskeiðið og eftir það þarf ég að taka smá frí. Ég finn að ég vil hvílast smá og fá smá tíma að hlaða batteríin eftir sumarið, áður en lokahnykkurinn í náminu í Uppsölum fer í gang. Bestu kveðjur til Íslands, úr 25°C hita í Stokkhólmi.  

ferming

Fermingarmessa i Oscarskirkjunni, Östermalm, Stockholm 04.07.2009. Ég sit í miðið, grænklæddur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband