Ekkert pláss fyrir fleiri þurfalinga

Það voru alltaf einhverjir sem héldu að ESB aðild Íslands yrði allra meina bót, og að peningarnir frá ESB myndu bara þegar byrja rúlla inn og allt yrði bara undusamlegt á sekúntubroti. Nei.  ESB heldur að sér höndum og mun ekki veita Íslandi eða íslenskum neina fyrirgreiðslu - NEMA við afsölum okkur einhverjum þeirra sérréttinda sem við ætlum að við fáum s.s. landhelgisforráð, stjórn fiskveiða, náttúruauðlindir etc...

Stjórnmálamenn íslenskir héldu að þeir fengju allt fyrir ekkert.  Kristdemókratar í Þýskalandi hafa ekki áhuga á að fá enn einn þurfamanninn í ESB.  Nóg er komið og mörg hinna nýju aðildarríkja í sárri neyð.  Ekkert pláss eða tími er fyrir Ísland núna.  Þetta vissu flestir þeir sem sett hafa sig inn í Evrópuumræðuna og fylgst hafa með fjölmiðlum.


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir eru með útlendingahatur á stefnuskrá sinni. Franz Josef Strauss var eðal nasisti. En fyrirsögnin þín er ansi góð, tek undir hana.

Finnur Bárðarson, 18.7.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband