Æji, húsameistari, ekki meir, ekki meir!

hallgrimskirkja

Þar sem búið er að reista stillansa umhverfis Hallgrímskirkjuturn fór ég að velta því fyrir mér af hverju við notum ekki tækifærið og snyrtilega tökum niður turninn. Já, burt með turninn.  Hann mun um ókomna tíð vera til óheyrilegs kostnaðar, sífelldar viðgerðir vegna hins íslenska veðurlags sem brýtur steypuna og kvartsið sem hjúpar turninn svo allt grotnar og blæs burt. Þetta mun með reglulegu tímabili leiða til þess að óþrifarendur og flekkir myndast á turninum, hann mun reglulega þurfa að endurbyggjast vegna þess ferlis sem íslensk veðrátt skapar svo fljótt sem einni viðgerðinni lýkur. Klukkan á turninum hefur aldrei gengið rétt og mun vera haft fyrir satt að vísarnir ráði ekki við vindinn sem er stöðugt á þeim, sveipirnir sem leiða til ójafns tíma - eftir því á hvaða hlið er litið. Við sleppum þá við "BigBen" klukknahringinguna sem er hin ófrumlegasta, sem markar hvað klukkan slær.

Engin óhöpp verða heldur viðkomandi kirkjunni eftir að turninn er horfinn. Byggja má snyrtilegan inngang í stíl Guðjóns Samúelssonar þannig að sómi verði af.  Skrifstofum og slíku sem hverfur þegar turninn hverfur getur verið komið fyrir í nágrannahúsunum.  :)


mbl.is Klifrað upp á Hallgrímskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband